fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Fréttir

Ásgeir segir að einmanaleiki meðal eldra fólks sé faraldur

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. október 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgeir Rúnar Helgason sálfræðingur segir að í raun sé hægt að tala um faraldur á Vesturlöndum þegar kemur að einmanaleika meðal eldra fólks.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í athyglisverðu viðtali við Ásgeir sem birtist á dögunum á vefnum Lifðu núna.

Ásgeir hefur meðal annars stundað rannsóknir á tilfinningalegri einangrun fólks og telur hann að eitthvað gerist innra með okkur þegar við erum komin yfir fimmtugt sem gerir það að verkum að við förum að einangra okkur tilfinningalega og færa sterkustu tengslin á einn aðila.

Í viðtalinu bendir Ásgeir á að einsemd og einmanaleiki sé ekki það sama og skortur á vinum.

„Þú getur átt fullt af svokölluðum vinum án þess að hafa einhvern sem þú getur deilt öllu með. Hvað er skilgreining okkar á einsemd? Hún er sú að hafa engan til að deila með erfiðum tilfinningum. Ef þú getur deilt öllu eða flestu með þó ekki sé nema einum einstaklingi líður þér miklu mun betur en þeim  sem er umkringdur kunningjum. Að hafa gott félagslegt tengslanet kemur aldrei í staðinn fyrir að eiga einhvern að sem þú getur deilt flestu með,“ segir hann.

Ásgeir segir að það sé munur á körlum og konum þegar kemur að þessu.

„Karlar eftir sextugt eiga oft gríðarlegt tengslanet og oft mun meira en konurnar. Þeir eiga fullt af vinum og kunningjum og eru starfandi í klúbbum og félögum en þeir eiga engan sem þeir geta deilt með öllum sínum erfiðleikum og tilfinningum með nema makann, ef þeir eiga maka. Þeir deila flestu með makanum ef þeir á annað borð lifa að verða sextugir og enn í hjónabandi,“ segir Ásgeir hann í viðtalinu og bætir við að þeir séu háðir konunni. Þegar hún fer eru þeir á eigin spýtur.

„Konur á hinn bóginn eru oftar með einhvern annan en maka sinn sem þær deila öllu með. En þetta er að breytast og langt frá því allar konur sem eiga vini samkvæmt þessari skilgreiningu. Með hækkandi aldri fjölgar í þeim hópi fólks sem á enga slíka vini.“

Allt viðtalið má nálgast á vef Lifðu núna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Pólska sendiráðið varaði við gosinu 12 tímum of seint

Pólska sendiráðið varaði við gosinu 12 tímum of seint
Fréttir
Í gær

Er í gæsluvarðhaldi grunaður um íkveikju að Grænásbraut – Sagðist hafa hellt bensíni og kveikt í

Er í gæsluvarðhaldi grunaður um íkveikju að Grænásbraut – Sagðist hafa hellt bensíni og kveikt í
Fréttir
Í gær

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim
Fréttir
Í gær

Trump greindur með bláæðabilun

Trump greindur með bláæðabilun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona á Birkimelur 1 að líta út – Borgin framlengir frest til athugasemda

Svona á Birkimelur 1 að líta út – Borgin framlengir frest til athugasemda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Milljarða gjaldþrot Guðmundar á Núpum frá 2013 endurupptekið – Fundu 300 þúsund kall í viðbót

Milljarða gjaldþrot Guðmundar á Núpum frá 2013 endurupptekið – Fundu 300 þúsund kall í viðbót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið