fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Bílstjórinn í áfalli þegar honum var „rænt“ af eigin bíl

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 4. október 2023 13:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skotinn Brian Morrison varð fyrir nettu áfalli síðastliðinn sunnudag þegar hann missti nær alla stjórn á rafmagnsjepplingi sínum af tegundinni MG ZS EV.

Brian, sem er 53 ára, var á leið heim úr vinnu á sunnudag þegar bilun varð í bílnum með þeim afleiðingum að hún festist á tæplega 50 kílómetra hraða. Brian gat ekki með nokkru móti hægt á bifreiðinni en hann gat þó notað stýrið til að sveigja fram hjá öðrum ökutækjum.

Daily Mail segir frá því að Brian hafi hringt í lögreglu og útskýrt málið fyrir henni. Tókst Brian loks að stöðva bifreiðina með því að aka henni á lögreglubíl.

„Ég áttaði mig á því að eitthvað var að þegar ég kom að hringtorgi og ætlaði að hægja á mér,“ segir hann og bætir við að hann sé þakklátur fyrir að þetta hafi gerst rétt eftir klukkan 22 á sunnudagskvöldi þegar umferð var tiltölulega lítil.

Þá var hann heppinn að þetta gerðist á löngum og beinum vegarkafla en ekki á vegarkafla þar sem eru til dæmis gangbrautir eða margar beygjur.

Brian var eðli málsins samkvæmt mjög brugðið enda ekki skemmtileg upplifun að vera „rænt“ af eigin bíl. Óvíst er hvað fór úrskeiðis í tölvukerfi bílsins en rannsókn á málinu stendur yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa