fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Stýrivextir verða áfram 9,25 prósent – Dregur úr vexti efnahagsumsvifa

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 4. október 2023 08:55

Peningastefnunefnd Seðlabankans. Mynd/Seðlabanki Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stýrivextir verða óbreyttir í 9,25 prósentum. Þetta ákvað Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands eins og fram kemur í tilkynningu í morgun.

Kemur fram að í heildina litið hafi þróun efnahagsmála verið í samræmi við mat nefndarinnar á síðasta fundi. Verðbólga jókst og var 8 prósent í september. Verðbólga án húsnæðis hækkað einnig en undirliggjandi verðbólga hefur hjaðnað lítillega.

„Vísbendingar eru um að heldur hafi dregið úr tíðni verðhækkana og að þær séu ekki á eins breiðum grunni og áður. Þótt verðbólguvæntingar séu áfram of háar hafa þær lækkað á suma mælikvarða,“ segir í tilkynningunni.

Hagvöxtur var 5,8 prósent á fyrri hluta ársins sem er lækkun frá fyrra ári, en þá var hann 7 prósent. Hægt hefur á vexti efnahagsumsvifa og vísbendingar eru um að skerpst hafi á þeirri þróun á þriðja ársfjórðungi.

Spenna á vinnumarkaði og í þjóðarbúskapnum

Spenna er hins vegar enn þá á vinnumarkaðinum og þjóðarbúskapnum í heild. Raunvextir bankans hafa hækkað það sem af er ári og áhrifin farin að koma fram í meira mæli.

„Á þessum tímapunkti er nokkur óvissa um efnahagsframvinduna og hvort núverandi taumhald sé nægjanlegt,“ segir í tilkynningunni. „Nefndin hefur því ákveðið að staldra við en á næsta fundi mun liggja fyrir ný þjóðhags- og verðbólguspá bankans. Peningastefnan mun á næstunni ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun