fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Hryllingurinn í Bátavogi – Dauður hundur á vettvangi var eftirlæti hinnar grunuðu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 3. október 2023 21:49

Frá Bátavogi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dauður hundur sem fannst á vettvangi í íbúð í fjölbýlishúsi í Bátavogi, þar sem maður á sextugsaldri fannst látinn laugardagskvöldið 21. september, var í eigu konunnar sem situr í gæsluvarðhaldi, grunuð um að hafa orðið manninum að bana.

RÚV greindi frá því í kvöld að áverkar hafi fundist á hálsi mannsins og töluverðir áverkar á kynfærum hans. RÚV greinir jafnframt frá því að dauður smáhundur hafi fundist á vettvangi og rannsaki lögregla hvort dýrið tengist hinu meinta morði.

Samkvæmt heimildum DV er um að ræða chihuahua-tík sem bar nafnið Coco. Tíkin var í eigu konunnar sem situr í gæsluvarðhaldi vegna dauða mannsins. Konan er 42 ára gömul en hinn látni var 58 ára, fæddur árið 1965. Aðili sem þekkir vel til konunnar hefur tjáð DV að umrædd hundstík hafi verið eftirlæti konunnar og telur útilokað að hún hafi gert tíkinni mein. Raunar hafi tíkin verið dauð þegar á föstudagskvöldið, sólarhring fyrir lát mannsins. Tíkin hafi verið orðin gömul og gæti vel hafa drepist úr elli en heimildarmaður DV hefur það  þó ekki á hreinu.

Eins og áður hefur komið fram hefur hin grunaða fjóra refsidóma á bakinu, alla fyrir fíkniefnabrot. Hinn látni var árið 2021 sakfelldur fyrir minniháttar brot, ökulagabrot og fíkniefnavörslu. Heimildarmaður DV heldur því fram að hin grunaða hafi séð um hinn látna að miklu leyti en bæði áttu við fíknivanda að stríða.

Hin grunaða er sögð kraftmikil og hress. Hún er listhneigð og hefur fengist við myndlist. Áðurnefndur heimildarmaður DV, sem er kona sem þekkir vel til hinnar grunuðu, á erfitt með að trúa því að hún hafi framið það ofbeldi sem áverkar á hinum látna bera vitni um. Konan telur að einhver annar hafi verið að verki. Ekkert hefur þó komið fram í sparlegum upplýsingum lögreglu um málið sem gefur þennan möguleika til kynna.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Í gær

Níu gistu fangageymslur í nótt

Níu gistu fangageymslur í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni