fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Sviðsetti eigið mannrán

Pressan
Miðvikudaginn 4. október 2023 04:07

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á gamlárskvöld á síðasta ári hóf lögreglan í New South Wales í Ástralíu mikla leit að 35 ára karlmanni. Samkvæmt tilkynningunni, sem lögreglunni barst, hafði honum verið rænt.

En í raun hafði hann sviðsett eigið mannrán því hann vildi heldur eyða kvöldinu með ástkonu sinni en sambýliskonu sinni. En það komst upp um manninn, sem heitir Paul Lera, og nú þarf hann að greiða þann mikla kostnað sem lenti á lögreglunni vegna leitarinnar.

CNN skýrir frá þessu og segir að Lera hafi logið að sambýliskonu sinni á gamlársdag og sagt henni að hann væri að fara á fund með þjónustufulltrúa sínum í bankanum. En það gerði hann ekki, hann var hjá ástkonu sinni. Það var greinilega svo ánægjulegt að hann vildi eyða meiri tíma með henni og því sendi hann undarlegt sms til sambýliskonu sinnar til að sleppa við að eyða kvöldinu með henni.

„Takk fyrir að senda Paul til mín. Hefndin er sæt. Við höldum honum þangað til á morgun þegar hann lætur okkur fá hjólið sitt. Þá erum við kvitt,“ skrifaði hann.

Skilaboðin voru lesin upp fyrir dómi nýlega þegar málið var tekið fyrir en Lera var ákærður fyrir að hafa sviðsett mannránið.

Að morgni nýársdags voru Lera og ástkonan stöðvuð af lögreglunni. Þá hélt hann því staðfastlega fram að honum hefði verið rænt af hópi manna frá Miðausturlöndum.

Lera var dæmdur til að sinna samfélagsþjónustu næstu þrjú árin og til að greiða kostnað lögreglunnar vegna leitarinnar en hann nemur sem svarar til um 1,4 milljóna íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa