Hann vildi ekki fara hefðbundna leið eins og að synda eða hlaupa maraþon. Þess í stað batt hann sig við 1.000 helíumblöðrur og tókst á loft.
Unilad segir að markmið hans hafi verið að bæta heimsmetið í að haldast á lofti með aðstoð helíumblaðra en það var 19 klukkustundir.
De Carli vissi vel hvað hann gerði því hann var reyndur fallhlífarstökkvari og hafði hlotið þjálfun í hvernig á að komast af í óbyggðum.
Hann tókst heldur ekki á loft í stuttermabol og gallabuxum. Þegar hann tókst á loft þann 20. apríl 2008 var hann með hjálm, í vatnsþéttum samfestingi og hitabúningi. Hann var einnig með fallhlíf, GPS-staðsetningartæki og talstöð til að vera í sambandi við flugumferðarstjóra.
Þetta var önnur tilraun hans til að slá metið en fyrr á þessu sama ári hafði hann farið í fjögurra klukkustunda blöðruflug þar sem hann komst upp í rúmlega 17.000 feta hæð. Þá hófst hann á loft frá bænum Amepre og lenti í Argentínu.
En seinni tilraunin mistókst hrapalega því hann hvarf eftir átta klukkustunda flug.
Leitað var að honum úr lofti og á landi en leitin bar ekki árangur. Tveimur dögum síðar sáust nokkrar af blöðrunum undan suðausturströnd Brasilíu.
Lík hans fannst nokkrum mánuðum síðar fyrir tilviljun af áhöfn dráttarbáts. DNA-rannsókn þurfti til, til að hægt væri að staðfesta að líkið væri af de Carli.