fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Eyjan

Ágúst hvetur fólk til að skoða sín mál vel: Ekki alltaf ljóst hvað þú ert að borga fyrir

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 2. október 2023 08:00

Ágúst Bjarni Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins skrifar um gjaldtöku íslensku viðskiptabankanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er til mik­ils að vinna að ná sam­an um að hér verði spilaður sann­gjarn leik­ur,“ segir Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins.

Ágúst Bjarni skrifar um gjaldtöku og arðsemi íslenska bankakerfisins í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Ágúst vísar meðal annars í nýja skýrslu starfshóps sem Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra skipaði, en markmið hópsins var meðal annars að velta því upp hvort íslensk heimili greiði hlutfallslega meira fyrir almenna viðskiptabankaþjónustu en heimili annars staðar á Norðurlöndunum.

Ágúst segir að vaxtamunur viðskiptabankanna hafi verið að aukast og það verði að vera krafa okkar neytenda að bankarnir minnki vaxtamuninn og skipti þannig ávinningnum á sanngjarnari hátt.

„Þá eru sum þjón­ustu­gjöld ógagn­sæ og ekki alltaf ljóst hvað neyt­end­ur eru að greiða fyr­ir. Það er óviðun­andi staða. Nefnt er dæmi um að gjald­taka ís­lensku bank­anna af kortaviðskipt­um í er­lendri mynt sé dul­in en hún veg­ur engu að síður þungt í út­gjöld­um heim­il­anna fyr­ir fjár­málaþjón­ustu. Þá seg­ir að geng­isálag bank­anna á korta­færsl­um skeri sig tölu­vert úr ann­arri gjald­töku því að álagið kem­ur hvergi fram í verðskrám bank­anna og virðist vera breyti­legt milli gjald­miðla og frá ein­um tíma til ann­ars. Um er að ræða 6,6 millj­arða geng­isálag á ís­lenska neyt­end­ur fyr­ir að nota greiðslu­kort sín í er­lend­um færsl­um.“

Ágúst nefnir fleiri dæmi úr skýrslunni, meðal annars að kostnaður þjóðfélagsins vegna greiðslumiðlunar sé mun hærri hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum. Þetta hafi meðal annars í för með sér hærra verð á vörum og þjónustu til íslenskra neytenda sem á endanum bera kostnaðinn.

Ágúst hvetur fólk til að skoða sín mál og vera vakandi.

„Í skýrsl­unni seg­ir að það geti marg­borgað sig að kanna hvað sé í boði og í hverju kostnaður viðkom­andi liggi helst við bankaþjón­ustu. Vil ég hvetja alla til að skoða þetta gaum­gæfi­lega í sín­um viðskipt­um því það má vera að tæki­færi séu til að lækka til­kynn­ing­ar- og greiðslu­gjöld. Þá seg­ir að einnig sé hægt að at­huga hvort ódýr­ara sé að nota kred­it­kort, de­bet­kort eða kaupa gjald­eyri áður en farið er til út­landa.“

Starfshópurinn lagði fram nokkrar tillögur til úrbóta í skýrslu sinni, meðal annars að sett verði á fót samanburðarvefsjá með verði fjármálaþjónustu að norskri og sænskri fyrirmynd. Þá verði kannaðir möguleikar á að draga úr kostnaði í innlendri greiðslumiðlun í samræmi við ábendingar Seðlabankans. Einnig að aukin áhersla verði lögð á fjármálafræðslu fyrir almenning frá hlutlausum aðilum til að efla fjármálalæsi neytenda.

Ágúst bendir á að bönkunum hafi tekist að auka hagnað og bæta arðsem­i með auk­inni hagræðingu. Í uppgjörum bank­anna sé þó ekki að finna jafn skýr merki um lækk­un gjalda til viðskipta­vina.

„Okk­ur Íslend­ing­um er vita­skuld nauðsyn­legt að eiga sterkt banka­kerfi. En til að styðja og styrkja öfl­ugt at­vinnu- og efna­hags­líf verða viðskipta­bank­ar að njóta al­menns trausts í sam­fé­lag­inu. Ljóst má vera að hér má gera mikið mun bet­ur. Inn­heimta ým­issa gjalda, þókn­ana og vaxta­kostnaðar á ekki að vera neyt­end­um tor­skil­in á all­an hátt. Þá er það jú skýrt dæmi um að sam­keppni skorti á markaðnum og eins það að við neyt­end­ur séum ekki nægi­lega á verði. Það er hins veg­ar að breyt­ast og það er gott. Það er til mik­ils að vinna að ná sam­an um að hér verði spilaður sann­gjarn leik­ur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Össur segir elda loga í Sjálfstæðisflokknum – „Hvenær sýður upp úr?“

Össur segir elda loga í Sjálfstæðisflokknum – „Hvenær sýður upp úr?“