Knattspyrnugoðsögnin Xavi, sem er í dag stjóri Barcelona, er nálægt því að framlengja samning sinn við félagið.
Xavi tók við Barcelona árið 2021 og hefur gengið upp og ofan síðan en liðið var spænskur meistari í vor.
Mikil ánægja er með Xavi innan Barcelona og vilja æðstu menn því semja við hann á ný. Núgildandi samningur Xavi rennur út eftir tímabilið.
Báðir aðilar hafa gert með sér samkomulag um nýjan samning sem gildir árið lengur en það eða til 2025.
Þetta verður gert opinbert á næstunni ef marka má nýjustu fréttir.
Xavi er auðvitað goðsögn innan Barcelona frá árum sínum þar sem leikmaður.
🔵🔴 Barcelona are now set to confirm Xavi’s new deal valid until June 2025 — one more year added to current deal.
Official statement soon, agreement in place since two weeks and now set to be signed.
Xavi stays with longer contract. pic.twitter.com/jADl6rMdqM
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 22, 2023