fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Hörmungar hjá keisaramörgæsum

Pressan
Sunnudaginn 1. október 2023 07:30

Keisaramörgæsir. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafís við Suðurskautið fer minnkandi og það kemur sér mjög illa fyrir keisaramörgæsir en þær treysta á ísinn til að geta komið ungum sínum á legg. Ísmagnið hefur aldrei verið minna en nú er og það varð til þess að mörgæsirnar komu aðeins örfáum ungum á legg. Vísindamenn segja að með þessu áframhaldi muni tegundin deyja út fyrir aldamót.

Á síðasta ári var magn hafíss við Suðurskautið það minnsta sem mælst hefur. Keisaramörgæsirnar treysta á hafísinn þegar kemur að því að verpa og koma ungum sínum á legg.

CNN segir að ísmagnið sé venjulega stöðugt frá apríl fram í endaðan desember. En þegar ísinn brotni snemma, líklega vegna hærri sjávarhita, drukkni ungarnir líklega eða frjósi í hel þar sem þeir hafi ekki enn fengið vatnsheldar fjaðrir.

Keisaramörgæsir lifa eingöngu á Suðurskautinu þar sem algjört myrkur ríkir á veturna og frostið fer niður í allt að 50 gráður.

Í Bellinghausen hafi var allur hafís horfinn í nóvember á síðasta ári en það er töluvert áður en ungarnir hafa fengið vatnsheldar fjaðrir.

Líklegt er talið að á fjórum af fimm varpsvæðum keisaramörgæsa hafi engir ungar komist á legg að því er kemur fram í rannsókn sem var birt nýlega í vísindaritinu Communications Earth & Environment.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa