En þeir vonast til að með aðstoð the Very Large Telescope (VLT) geti þeir varpað ljósi á uppruna þessara bletta.
Live Science segir að dökkir blettir á Neptúnusi hafi fyrst uppgötvast árið 1989 þegar Voyager 2 geimfarið flaug fram hjá plánetunni á leið sinni út úr sólkerfinu og hafi séð einn slíkan.
Áður höfðu vísindamenn lengi vitað að dökkir blettir myndast á yfirborði pláneta en allt frá því á nítjándu öld höfðu þeir fylgst með „Stóra rauða blettinum“ á yfirboði Júpíters. Þessi blettur er óveður sem hefur herjað á plánetunni í að minnsta kosti 200 ár.
En dökki bletturinn á Neptúnusi var dularfullur því hann hvarf fljótlega eftir að Voyager 2 flaug fram hjá. Hubble geimsjónaukinn fann nokkra dökka bletti á bæði suður- og norðurhveli Neptúnusar 2018. Þettta vakti athygli Patrick Irwin, prófessors ið Oxford University, sem leiddi hóp sem rannsakaði Neptúnus sem einbeitti sér að einum af þessum blettum á norðurhvelinu.
Með þessu vonuðust vísindamennirnir til að geta afsannað fyrri kenningu um að blettirnir séu afleiðing þess að það rofi til í skýjunum yfir frosnu yfirborði plánetunnar.
Í samtali við Live Science sagði Irwin að dökku blettirnir séu mjög stórir, 10.000 til 15.000 km í þvermál, og mjög dularfullir. Þegar Voyager 2 hafi uppgötvað dökkan blett í framhjáflugi sínu hafi verið uppi vangaveltur um að hann gæti verið svipaður og rauði bletturinn á Júpíter. Nú sé hins vegar vitað að dökku blettirnir á Neptúnusi séu mjög frábrugðnir honum. Auk þess að hafa séð dökkan blett héðan frá jörðinni, hafi vísindamenn séð djúpan og bjartan blett við hlið þess dökka. Þetta hafi aldrei sést áður.
Irwin sagði að það sé athyglisvert að bjarti bletturinn sé svo nærri þeim dökka og bendi til að einhver tengsl séu á milli þeirra en ekki sé vitað hver sú tenging er. Vísindamenn vita heldur ekki hvað veldur því að dökku blettirnir myndast en ýmsar kenningar hafa verið settar fram en engin þeirra hefur verið sönnuð.