fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Notkun verkjalyfja og getnaðarvarnarpillu í bland eykur hættuna á blóðtappa

Pressan
Laugardaginn 30. september 2023 15:00

Getnaðarvarnarpillur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur lengi verið vitað að notkun getnaðarvarnarpillunnar eykur líkurnar á blóðtappa. En líkurnar aukast töluvert ef konur taka verkjalyf á borð við íbúfen samhliða.

Þetta er niðurstaða nýrrar danskrar rannsóknar sem var nýlega birt í vísindaritinu BMJ. Information skýrir frá þessu.

Amani Meaidi, aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði í samtali við TV2 að ákveðið hafi verið að rannsaka íbúfen því það sé verkjalyf sem konur nota oft samhliða getnaðarvarnarpillunni. „Margar taka við tannpínu, höfuðverk og blæðingaverkjum. Af þeim sökum er mikilvægt að vita að það eykur líkurnar á blóðtappa mikið,“ sagði hún.

Í rannsókninni var notast við upplýsingar um rúmlega tvær milljónir danskra kvenna á aldrinum 15 til 49 ára. Áhrif notkunar íbúfens og diclofenac á konurnar voru rannsökuð.

Af þeim konum, sem ekki notuðu getnaðarvarnarpilluna, fengu 2 af hverjum 100.000 blóðtappa í vikunni eftir að þær tóku verkjalyf.  Hjá konum sem nota getnaðarvarnarpillur eru líkurnar á að þetta gerist 4 á móti 100.000.

En ef þær nota einnig verkjalyf eru líkurnar 23 á móti 100.000 samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar.

„Við sjáum sem sagt, að líkurnar á blóðtappa eru mun hærri ef þú notar íbúfen og getnaðarvarnarpillum samtímis,“ sagði Meaidi sem sagði að ekki sé tilefni til að hætta að nota getnaðarvarnarpillur vegna þessarar niðurstöðu. Líkurnar á blóðtappa séu mjög litlar hjá heilbrigðum konum, einnig hjá þeim sem nota getnaðarvarnarpillur og verkjalyf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa