fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Lögreglumaður dæmdur í 26 ára fangelsi fyrir að nauðga barni

Pressan
Miðvikudaginn 20. september 2023 07:00

Mynd úr safni. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski lögreglumaðurinn Stephen Hardy, sem starfaði hjá lögreglunni í Manchester, var í síðustu viku dæmdur í 26 ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað barni. Hardy notaði fórnarlambið, sem er á unglingsaldri, eins og „brúðu eða kynlífsleiktæki“ sagði Robert Trevor-Jones, dómari, þegar hann kvað upp dóminn.

Sky News skýrir frá þessu og segir að Hardy hafi verið fundinn sekur um 20 ákæruatriði, þar á meðal sex nauðganir. Réttað var yfir honum í Liverpool.

Trevor-Jones sagði að Hardy hafi aldrei sýnt minnstu merki iðrunar yfir því sem hann gerði og hafi undirbúið ofbeldisverk sín vel.

„Þú átt langan feril að baki sem lögreglumaður. Sá ferill er nú að sjálfsögðu á enda. Þú hefur alltaf vitað vel hversu mikil og langvarandi áhrif kynferðisofbeldi hefur á fórnarlömb en samt sem áður hugsaðir þú ekki út í það og það leiðir til refsihækkunar,“ sagði hann.

Vanessa Thompson, saksóknari, sagði að fórnarlambið, sem var viðstatt réttarhöldin, hafi kært ofbeldið til lögreglunnar 2020. Hún sagði að Hardy væri „stjórnsamur og ráðríkur“ maður.

Í yfirlýsingu frá fórnarlambinu, sem var lesin upp í réttarsal, sagði hún að hún sé ekki viss um að hún geti nokkru sinni treyst lögreglumönnum: „Ég bý við mikinn ótta gagnvart yfirvöldum, þrátt fyrir að hafa sigrast á ákveðnum ótta til að kæra þessi afbrot. Staðan hans í lögreglunni í Manchester hefur haft mikil áhrif á mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa