Víkingur R. 3 – 1 KA
1-0 Matthías Vilhjálmsson(’38)
2-0 Aron Elís Þrándarson(’72)
2-1 Ívar Örn Árnason(’82)
3-1 Ari Sigurpálsson(’84)
Víkingur Reykjavík er bikarmeistari fjórða árið í röð í karlaflokki eftir leik við KA sem fór fram í kvöld.
Víkingar hafa verið óstöðvandi í þessari keppni undanfarin ár og hafa nú samtals unnið bikarinn fimm sinnum.
Matthías Vilhjálmsson kom Víkingum yfir með skallamarki á 38. mínútu og var það eina mark fyrri hálfleiks.
Aron Elís Þrándarson bætti við marki á 72. mínútu en tíu mínútum síðar lagaði Ívar Örn Árnason stöðuna fyrir KA.
Ari Sigurpálsson gerði svo út um leikinn fyrir Víkinga ekki löngu seinna og 3-1 sigur staðreynd á Laugardalsvelli.