fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Fréttir

Fangar á Litla-Hrauni boða verkfall – Afstaða stendur ekki að baki aðgerðunum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. september 2023 12:59

Frá Litla Hrauni. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fangi á Litla-Hrauni hefur sent tölvupóst á fjölmiðla og boðað verkfall fanga. Segir í skilaboðum hans:

„Fangar á Litla Hrauni boða til verkfalls, ástæða eru bágar aðstæður, lág laun, skortur á verkefnum/vinnu og úrræðum. t.d. heilbrigðisþjónustu og félagslegri aðstoð.“

DV bar málið undir Guðmund Inga Þóroddsson, formann Afstöðu, félags fanga. Segir hann að félagið standi ekki að aðgerðunum. Afstaða hefur átt fundi með dómsmálaráðuneytinu í því skyni að fá fæðispeninga fanga hækkaða og hefur orðið nokkuð ágeng. Í tilkynningu frá félaginu segir að fæðisfé hafi verið hækkað afturvirkt um 100 krónur á dag frá 1. september. Afstaða vonast til þess að sá hópur fanga sem lagði niður störf í dag hefji störf aftur sem fyrst. Tilkynningin er eftirfarandi:

„Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál og betrun, stendur ekki að aðgerðum takmarkaðs hóps fanga á Litla-Hrauni sem lagt hefur niður störf til að mótmæla upphæð fæðisfjár og því að dagpeningar og þóknun fyrir vinnu í fangelsum hefur ekki verið hækkuð í tæpa tvo áratugi. Umrædd hækkun hefur verið baráttumál Afstöðu um langt árabil og hefur stjórn félagsins því fullan skilning á aðgerðunum á Litla-Hrauni sem varða stórt réttlætismál innan fangelsiskerfisins.

Afstaða hefur átt reglulega fundi í dómsmálaráðuneytinu um þessar upphæðir og breytingar á reglugerðum sem snúa að málinu og fengið þau svör að málið sé í vinnslu og að svars megi vænta innan tíðar. Fangelsismálastofnun hefur þegar brugðist við og hækkað fæðisfé afturvirkt frá 1. september um 100 krónur á dag og er því fæðisfé 1.700 krónur á dag á hvern fanga. Afstaða vonar að að ráðuneyti dómsmála taki við sér jafn fljótt og Fangelsismálastofnun enda ljóst að umræddar upphæðir verða að hækka í takt við annað í samfélaginu og í raun þyrfti hækkunin að verða sjálfkrafa og taka mið af ráðstöfunarfé Tryggingastofnunar.

Afstaða vonast til þess að samtal milli allra aðila skili sér á farsælan hátt og að þeir fangar á Litla-Hrauni sem lögðu niður störf í morgun hefji störf aftur í dag eða sem fyrst.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Áramótaheit unga parsins vakti athygli Ögmundar – Minnti hann á óþægilega tilfinningu

Áramótaheit unga parsins vakti athygli Ögmundar – Minnti hann á óþægilega tilfinningu
Fréttir
Í gær

Þýsk kona faldi ógrynni af ketamíni og MDMA í bíl – Staðin að verki í Hólshrauni

Þýsk kona faldi ógrynni af ketamíni og MDMA í bíl – Staðin að verki í Hólshrauni
Fréttir
Í gær

Selfyssingur þvættaði 10 milljónir – Sagðist hafa fengið peningana með því að selja skálar og Pokemon-spil

Selfyssingur þvættaði 10 milljónir – Sagðist hafa fengið peningana með því að selja skálar og Pokemon-spil
Fréttir
Í gær

Svört skýrsla um húsnæðiskerfið – Verð hækkar tvöfalt hraðar en laun og unga fólkið fast í foreldrahúsum

Svört skýrsla um húsnæðiskerfið – Verð hækkar tvöfalt hraðar en laun og unga fólkið fast í foreldrahúsum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Grænland ætti augljóslega að vera hluti af Bandaríkjunum“

„Grænland ætti augljóslega að vera hluti af Bandaríkjunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Runólfur segir að stjórnvöld hefðu betur hlustað á FÍB

Runólfur segir að stjórnvöld hefðu betur hlustað á FÍB