fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fókus

Danny Masterson dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir nauðganir

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 8. september 2023 09:59

Danny Masterson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Danny Masterson hefur verið dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir að nauðga tveimur konum.

Masterson er hvað þekktastur fyrir að leika Steven Hyde í vinsælu þáttunum That 70‘s Show í kringum aldamótin.

Hann lék einnig eitt af aðalhlutverkunum í Netflix-þáttunum The Ranch en var rekinn í desember 2017, eftir að fjórar konur sökuðum hann um nauðgun. Hann neitaði öllum ásökunum á sínum tíma.

Í júní 2020 var hann ákærður fyrir að nauðga þremur konum á heimili sínu í Hollywood Hills á árunum 2001 til 2003.

Aðalmeðferð í málinu fór fram í október og nóvember í fyrra en dómari dæmdi réttarhöldin ómerk þar sem kviðdómur gat ekki komið sér saman um úrskurð.

Danny Masterson og Bijou Phillips við réttarhöldin í maí.

Málið var tekið upp að nýju í maí síðastliðnum og var hann fundinn sekur um að hafa nauðgað tveimur af þremur konunum sem kærðu hann. Í gær var dómurinn kveðinn upp og var hann dæmdur til 30 ára fangelsisvistar.

Sjá einnig: Hrottalegar lýsingar í kynferðisbrotamáli Danny Masterson og ógnvekjandi viðbrögð Vísindakirkjunnar

Masterson bar ekki vitni við réttarhöldin og hefur haldið fram sakleysi sínu frá upphafi.

Leikarinn er í vísindakirkjunni og segjast þolendur hans hafa verið áreittir af kirkjunni eftir að hafa leitað til lögreglu vegna hans.

Masterson, 47 ára, hefur verið giftur leikkonunni og fyrirsætunni Bijou Phillips síðan 2011. Hún er sögð hafa hágrátið þegar dómurinn var kveðinn upp yfir eiginmanni hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gísli Pálmi fór með ættjarðarljóð á gröf Jónasar Hallgrímssonar

Gísli Pálmi fór með ættjarðarljóð á gröf Jónasar Hallgrímssonar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fanney snerti viðkvæman blett hjá sumum – „Fólk er farið að skuldsetja sig til að eignast þessa hluti, sem er galið“

Fanney snerti viðkvæman blett hjá sumum – „Fólk er farið að skuldsetja sig til að eignast þessa hluti, sem er galið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkt söngkona lést í eldsvoða

Þekkt söngkona lést í eldsvoða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Beggi Ólafs uppljóstrar leyndarmálinu á bak við áhugann á meðan hann talar við bikiníklæddar konur

Beggi Ólafs uppljóstrar leyndarmálinu á bak við áhugann á meðan hann talar við bikiníklæddar konur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svöl íbúð Prettyboitjokko til sölu

Svöl íbúð Prettyboitjokko til sölu