fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Upptaka úr öryggismyndavél sögð vera hvatinn á bak við skilnaðinn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 7. september 2023 09:59

Joe Jonas og Sophie Turner.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Joe Jonas og leikkonan Sophie Turner eru að skilja eftir fjögurra ára hjónaband. Þau eiga tvær dætur saman.

Slúðurmiðillinn TMZ greindi fyrst frá því á sunnudaginn að skilnaður þeirra væri yfirvofandi. Nokkrum dögum síðar var staðfest að Joe hafi sótt um skilnað frá leikkonunni.

Ýmsar kenningar um ástæður skilnaðarins hafa verið á sveimi en hjónin birtu yfirlýsingu á samfélagsmiðlum í gær þar sem þau tóku það skýrt fram að um væri að ræða sameiginlega ákvörðun.

Nú greinir slúðurmiðillinn TMZ frá því að Joe hafi sótt um skilnað vegna upptöku úr Ring öryggismyndavél á heimili þeirra. TMZ segist hafa rætt við nokkra heimildamenn, sem eiga allir að þekkja Joe, sem segja að söngvarinn hafi annað hvort „heyrt eða séð eitthvað“ á upptöku úr öryggismyndavélinni sem hafi látið hann átta sig á því að hjónabandið væri búið. Smáatriðin eru ekki á hreinu að sögn miðilsins.

Saka teymi Joe um rógburð

TMZ heldur því einnig fram að Joe hafi fengið nóg af partýstandi Sophie og það hafi verið önnur ástæða fyrir skilnaðinum. En aðdáendur segja það ekki ganga heim og saman við það sem hjónin hafa sagt í viðtölum og saka teymi Joe um rógburð.

Aðdáendur halda því fram að Joe og teymi hans séu að vinna hörðum höndum að láta Sophie líta illa út og dreifa kjaftasögum um hjónaband þeirra og hegðun hennar.

Gamalt viðtal Conan O’Brien við Sophie hefur komið aftur upp á yfirborðið, en í því viðtali lýsti leikkonan því hversu mikill heimalingur hún væri. Einnig hefur gamalt TikTok-myndband af hjónunum vakið athygli, þar sem þau voru bæði sammála um að það væri Sophie sem væri heimakærari.

Aðdáendur leikkonunar telja partýorðróminn benda til þess að eitthvað gruggugt sé í gangi.

„Teymið hans er bara að reyna að láta hana líta illa út,“ segir einn netverji.

„Almannatenglateymið hans er að reyna að drulla yfir hana í fjölmiðlum en við sjáum í gegnum það,“ segir annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025

Sjáðu stjörnurnar á Met Gala 2025
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsathöfnin sem hún hataði mest með Hugh Hefner

Kynlífsathöfnin sem hún hataði mest með Hugh Hefner