fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Næturstrætó stoppar heldur ekki í Garðabæ

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 5. september 2023 16:00

Mynd: Strætó. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks höfnuðu í dag tillögu Viðreisnar og Garðabæjarlistans að bjóða upp á þjónustu næturstrætó.

Eins og greint hefur verið frá munu Hafnfirðingar hefja tilraunakeyrslu næturstrætó í haust, frá 1. október til áramóta. DV greindi frá því um helgina að Kópavogsbær myndi ekki taka þátt í verkefninu og mun næturstrætó því keyra í gegnum Kópavog án þess að stoppa á leið sinni til Hafnarfjarðar.

Það sama á við um Garðabær. Næturstrætó mun keyra í gegnum bæinn án þess að stoppa.

Vilja rýna innanbæjarleiðir

Í bókun Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á fundi bæjarráðs segir að leggja þurfi áherslu á grunnþjónustu strætó þegar forgangsraða þurfi verkefnum í erfiðu rekstrarumhverfi.

„Farið var í tilraunaverkefni með næturstrætó á síðasta ári en fjöldi farþega í því verkefni stóð ekki undir væntingum,“ segir í bókuninni.

Létu flokkarnir einnig bóka að það þurfi að rýna innanbæjarleiðirnar 22, 23 og 24. Það er leiðir sem liggja um Urriðaholt, Vetrarmýri, Ásgarð, Sjáland og Álftanes.

Mikilvægt að hlusta á ungt fólk

Fulltrúar Viðreisnar og Garðabæjarlistans telja næturstrætó mikilvægan valkost fyrir alla íbúa höfuðborgarsvæðisins.

„Við teljum mjög mikilvægt að mæta ungu fólki sérstaklega með öruggum samgöngum á milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og viljum svara kalli stúdenta sérstaklega um að tryggja öruggan og traustan ferðamáta að næturlagi,“ segir í bókun þeirra. „Við teljum mikilvægt að hlusta á ungt fólk og mæta þeirra þörfum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“