fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Mars snýst sífellt hraðar og enginn veit af hverju

Pressan
Sunnudaginn 17. september 2023 21:00

Mars. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gögn, sem hefur verið aflað í InSight verkefni bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA, sýna að snúningshraði Mars eykst sífellt og þar með verða dagarnir þar styttri. Vísindamenn vita ekki hvað veldur þessu.

Þetta kemur fram í rannsókn, sem var birt nýlega í vísindaritinu Nature, að sögn Live Science. Vísindamenn notuðu gögn frá InSight til að sýna fram á að snúningshraði plánetunnar eykst. Aukningin er ekki mikil, dagurinn styttist um brot úr millisekúndu á hverju ári vegna þessarar aukningar.

Það getur verið erfitt að finna orsökina fyrir breytingu af þessu tagi og því er verkefnið ansi snúið.

InSight aflaði gagna um Mars í fjögur ár eða þangað til geimfarið varð rafmagnslaus í desember 2022.

Vísindamenn vita ekki með vissu hvað veldur breytingunni en hafa ákveðnar hugmyndir. Ein er að breytingar á pólum Mars hafi valdið smávægilegri breytingu á massa plánetunnar. Önnur er að land hafi risið upp úr ís eftir að hafa verið grafið undir honum í þúsund ár. Þetta gæti valdið breytingum á massa plánetunnar og þar með snúningshraða hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Í gær

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans

Myndband varpar ljósi á hrikalegt slys áhorfandans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim

Sannleikanum verður hver sárreiðastur – MAGA-liðar fokillir út í gervigreindina sem neitar að taka undir með þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar

Lést þegar sprengja sprakk í höndum hennar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa