fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
Fréttir

Óveðrinu flýtt – Óvíst hvar mesta rigningin verður

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 1. september 2023 14:05

Úrkoman verður töluverð á sunnan og vestanverðu landinu en stormurinn gengur hratt niður í nótt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurstofan hefur flýtt gulu viðvöruninni sem á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Hún byrjar nú klukkan 19:00 í stað 21:00 en endar líka fyrr. Það er klukkan 3:00 í stað 6:00.

„Við færðum hana fram. Við erum að hnika til tímasetningum samkvæmt nýjustu spám. Við áætlum að það dragi hratt úr og mesti vindurinn verði búinn eftir miðnætti,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, deildarstjóri hjá Veðurstofunni.

Er því ekki seinna vænna en að drífa sig í að ganga frá útihúsgögnum og hreinsa frá niðurföllum áður en veðrið skellur á.

Aðspurð um hvort að útlit sé fyrir að veðrið verði eitthvað bærilegra en hefur verið spáð segir Elín svo ekki vera. Á höfuðborgarsvæðinu verður veðrið verst á milli klukkan 21:00 og 23:00 í kvöld.

„Úrkoman virðist ætla að vera nokkuð drjúg hér á sunnan og vestanverðu landinu,“ segir Elín um rigninguna.

Að sögn Elínar verður hvassast á norðanverðu Snæfellsnesi. Óljósara er hvar mesta úrkoman verður. Svipaðar tölur eru í kortunum á Barðaströndinni, á Suðurlandi upp að Fjallabaki og á suðausturhluta landsins í nótt og á morgun.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi
Fréttir
Í gær

Einar Ágúst sneri við blaðinu eftir símtal frá þekktum handrukkara – „Þitt hjartalag á ekki heima hérna“

Einar Ágúst sneri við blaðinu eftir símtal frá þekktum handrukkara – „Þitt hjartalag á ekki heima hérna“
Fréttir
Í gær

Kynntu nýtt borgarhverfi við Kringluna

Kynntu nýtt borgarhverfi við Kringluna
Fréttir
Í gær

169 einstaklingar sem finnast ekki

169 einstaklingar sem finnast ekki
Fréttir
Í gær

Þetta er fanginn sem var frelsaður – Móðir hans í sjokki

Þetta er fanginn sem var frelsaður – Móðir hans í sjokki