Tilkynnt var um umferðarslys á Ólafsfjarðarvegi við Kambhól um kl. 00:30 í nótt. Einn var í bíl sem valt út fyrir veg. Slasaðist ökumaðurinn alvarlega. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hinn slasaða og flutti á Sjúkrahúsið á Akureyri.
Lögreglan á Norðurlandi eystra greindi frá þessu í nótt á Facebook. Vegurinn var lokað um tíma í nótt og síðan opnaður á fimmta tímanum (mbl.is).
Fréttinni hefur verið breytt