Juventus hefur haft samband við Thomas Partey á ný og hefur áhuga á að fá leikmanninn til sín.
Þetta segir Gianluca Di Marzio, blaðamaður Sky Sports á Ítalíu.
Partey var orðaður við Juventus fyrr í sumar en svo hefur slokknað á þeim orðrómum.
Þeir hafa hins vegar vaknað á ný. Juventus hafði áhuga á Franck Kessie hjá Barcelona en hann er nú á leið til Al Ahli í Sádi-Arabíu.
Það er þó alls ekki víst að Arsenal sé til í að selja Partey og hefur Mikel Arteta gefið í skyn að leikmaðurinn muni spila mikilvægt hlutverk á næstu leiktíð.
Til þess að Juventus fái inn miðjumann í sumar þarf félagið þó líklega að selja einn í staðinn. Denis Zakaria hefur til að mynda verið orðaður við Monaco.