fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
Fréttir

Gangverk kaupir Zaelot

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 19. júlí 2023 11:40

Hluti stjórnendateymis Gagnverks. Atli Þorbjörnsson, Hlynur Sigurþórsson, Ása Rún Björnsdóttir og Haukur Kristinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugbúnaðarfyrirtækið Gangverk, sem sérhæfir sig í stafrænum lausnum fyrir alþjóðleg fyrirtæki, hefur gengið frá kaupum á Zaelot, sem er ört vaxandi hugbúnaðarfyrirtæki í Úrúgvæ með starfsemi í 15 löndum.

Samruni fyrirtækjanna mun tvöfalda starfsmannafjöldann í rúmlega 200 manns og er liður í stefnu Gangverks um að auka þjónustuframboð sitt og efla stöðu sína á alþjóðlega vísu ásamt því að bæta enn frekar þjónustu við núverandi viðskiptavina. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu.

„Við höfum unnið með Zaelot í um tvö ár nú þegar. Það kom fljótt í ljós hversu mikil líkindi voru á milli menningar beggja fyrirtækja, sérstaklega hvað varðar mikilvægi starfsánægju,” segir Atli Þorbjörnsson, forstjóri Gangverks. „Kaupin á Zaelot gera okkur kleift að auka og bæta þjónustuframboð til viðskiptavina. Sameinaðir kraftar og skipulag nýs félags mun auka samkeppnishæfni okkar og gera okkur mögulegt að takast á við enn stærri og viðameiri verkefni, sérstaklega á innleiðingu Salesforce, CRM kerf og markaðstæknilausna.”

Áhersla á velgengni viðskiptavina

Zaelot var stofnað af Lombard og Clark bræðrunum árið 2020. Fyrirtækið hefur vaxið án utanaðkomandi fjárfestinga og leggur mikla áherslu á velgengni viðskiptavina til lengri tíma og þess að setja fólk í forgang. Zaelot sérhæfir sig í þjónustu við stærrri fyrirtæki og starfar nú í 15 löndum með 90 starfsmenn. Fyrirtækið hefur þegar getið sér gott orð fyrir framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini og mun bæta við framboð Gangverks og styrkja getu þess að mæta vaxandi þörfum viðskiptavina. Tæplega hundrað manns starfa hjá fyrirtækinu.

„Gangverk hefur fyrir löngu sannað sig í sköpun stafrænna lausna og umbreytingu fyrirtækja. Þar að auki hefur fyrirtækið framtíðarsýn sem fellur vel að okkar eigin,” segir Jeff Lombard, forstjóri Zaelot. „Það stóð aldrei til að selja fyrirtækið, en þegar við áttuðum okkur á möguleikunum sem opnast með sameiningu við Gangverk, var ekki aftur snúið. Við erum að ganga inn í alþjóðafyrirtæki með öfluga starfsemi í þremur heimsálfum og ég hef fulla trú á að sameiningin muni skila mun meiri árangri en við hefðum náð í sitt hvoru lagi. Fyrirtækjamenning Gangverks, sameiginleg gildi okkar og aðgengileiki stjórnenda Gangverks hefur haft mjög jákvæð áhrif á fólkið okkar og það er mikil ánægja með samrunann. Þetta lítur eins vel út og mögulegt er,” segir Lombard.

Gangverk er leiðandi fyrirtækja á sviði stafrænna lausna og umbyltingu á tæknilegri getu fyrirtækja sem starfa á alþjóðlegum markaði. Fyrirtækið var stofnað 2011 og hjá því störfuðu, fyrir samrunann, 120 sérfræðingar. Fyrirtækið hefur unnið með nokkrum allþekktum fyrirtækjum með mjög góðum árangri. Á meðal viðskiptavina erlendis má nefna CBS, Sotheby’s, TheKey, Lindblad expeditions ásamt fleirum en á Íslandi hefur Gangverk meðal annars unnið fyrir PlayAir, Kviku banka og fleiri. Auk þess að þjónusta önnur fyrirtæki hefur Gangverk einnig þróað eigin vörur með góðum árangri. Á meðal þeirrra eru Dala.care og Sling.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Kristín nefnir algeng mistök við fasteignakaup og hvernig hægt er að forðast þau

Kristín nefnir algeng mistök við fasteignakaup og hvernig hægt er að forðast þau
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Í gær

„Enginn getur nefnt þetta skelfilega nafn án þess að líta um öxl til að fullvissa sig um að enginn heyri“

„Enginn getur nefnt þetta skelfilega nafn án þess að líta um öxl til að fullvissa sig um að enginn heyri“
Fréttir
Í gær

Sviðin jörð gjaldþrotakóngs í Garðabæ – „Hann er ekki einu sinni búinn að klára húsið okkar“

Sviðin jörð gjaldþrotakóngs í Garðabæ – „Hann er ekki einu sinni búinn að klára húsið okkar“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan í annarri umsvifamikilli aðgerð – Risastór hakkarahringur tekinn niður

Íslenska lögreglan í annarri umsvifamikilli aðgerð – Risastór hakkarahringur tekinn niður
Fréttir
Í gær

Lýsti hræðilegri nauðgun í máli Christian Brückner – Er einnig grunaður um brottnám Madeleine McCann

Lýsti hræðilegri nauðgun í máli Christian Brückner – Er einnig grunaður um brottnám Madeleine McCann