fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Vilja fá NATO-herstöð á Norðurlöndunum

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. júlí 2023 08:00

Fáni NATO. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu sóttu Finnland og Svíþjóð um aðild að NATO. Finnar eru nú þegar orðnir aðilar og Svíar fá aðild á næstu vikum, aðeins er beðið eftir samþykki tyrkneska þingsins.

Með inngöngu ríkjanna eru öll Norðurlöndin orðin aðilar að bandalaginu. Finnland og Svíþjóð fá nú sæti í stjórnstöð NATO í Norfolk í Bandaríkjunum en eftir því sem norska dagblaðið Klassekampen segir þá hafa Norðurlöndin fimm lagt til að komið verði upp nýrri stjórnstöð í Norður-Evrópu.

Eirik Kristoffersen, yfirmaður norska hersins, sagði að Norðmenn líti þar til Bodø. Hann sagði að með því að staðsetja stjórnstöð á Norðurlöndunum sé hægt að vinna með þær sérstöku hernaðarlegu áskoranir sem eru á Norðurlöndunum.

Hann sagði að það sé ekki ósk Norðurlandanna að ráðist verði í uppbyggingu nýrra innviða, það eigi að nota þá sem eru til staðar. Í Bodø sé flott og mjög vel starfhæf herstöð.

Herstöðin er höfuðstöðvar norska hersins.

NATO er nú þegar með stjórnstöðvar í Hollandi og á Ítalíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sanna safnar frjálsum framlögum inn á eigin reikning – „Eðlilegast væri að mínum dómi að safna framlögum á sérstakan reikning“

Sanna safnar frjálsum framlögum inn á eigin reikning – „Eðlilegast væri að mínum dómi að safna framlögum á sérstakan reikning“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir fékk áfall þegar TR krafði hann um meðlagsgreiðslur þrátt fyrir jafna umgengni og staðfest samkomulag við barnsmóður

Faðir fékk áfall þegar TR krafði hann um meðlagsgreiðslur þrátt fyrir jafna umgengni og staðfest samkomulag við barnsmóður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara