fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Að skipta um ósprungið dekk

Svarthöfði
Fimmtudaginn 13. júlí 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kunningi Svarthöfða hafði fyrir reglu áður en lagt var upp í langferð að skipta um annað framdekkið á bílnum, sem þó var heilt, því það gæti punkterað á ferðalaginu. Allur væri varinn góður.

Þetta telur Svarthöfði fyrirhyggju af bestu sort og rökrétta varúðarráðstöfun.

Minningin um útsjónarsemina kviknaði í kolli Svarthöfða við lestur fréttar í Morgunblaðinu í morgun þar sem greint var frá tapi af rekstri Þórsmerkur, móðurfélags Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið og fleira.

Samkvæmt fréttinni hafði ekki betur tekist til við útgáfuna en að tap var af rekstrinum sem nemur 244 milljónum króna. Það er bagalegt. Nokkrar ástæður fyrir þessu eru tilgreindar í fréttinni. „Rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur lengi verið erfitt og versnaði enn frekar á milli ára í fyrra. Á sama tíma minnkaði stuðningur hins opinbera þrátt fyrir mikla umræðu um vandann árum saman. Pappírsverð hækkaði umtalsvert og innlendur kostnaður sömuleiðis,“ er haft eftir framkvæmdastjóra Árvakurs og ritstjóra Morgunblaðsins, einum og sama manninum. Síðan segir hann: „Það sem ýtti rekstrinum þó undir núllið voru fyrst og fremst áhrifin af falli Fréttablaðsins og svo áhrif af verðbólgunni á lánin, verðbæturnar.“ Og bætir svo við: „Erfitt rekstrarumhverfi fjölmiðla átti vitaskuld sinn þátt í hvernig fór hjá Fréttablaðinu og skyndilegt brotthvarf þess hafði umtalsverð neikvæð áhrif á rekstur samstæðunnar í fyrra. Ástæðan er sú að við áttum saman dreifingarfyrirtæki og Fréttablaðið var stór viðskiptavinur þess.“

Svarthöfði telur sig búa við gott minni og mundi ekki betur en að útgáfu Fréttablaðsins hafi verið hætt 1. apríl 2023 og að fjöldadreifingu blaðsins í hvert hús hafi verið hætt í ársbyrjun 2023. Eftir að hafa flett því upp kom í ljós að minni Svarthöfða er óskeikult.

Þar fyrir utan blasir við af lestri orða framkvæmdastjórans og ritstjórans að rekstur Fréttablaðsins, þegar það var og hét, hafi borið uppi rekstur Árvakurs.

Nú er rétt að hafa þann fyrirvara á að Svarthöfði er ekki hagfræðingur eins og framkvæmdastjórinn og ritstjórinn. Ekki ber á öðru en að áralöng hagfræðimenntun framkvæmdastjórans og ritstjórans geri honum kleift að réttlæta slakan rekstur á árinu 2022 með atburðum sem urðu á árinu 2023. Það er ekki öllum gefið.

Það borgar sig greinilega að skipta um dekk áður en springur á því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 vikum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna
EyjanFastir pennar
15.04.2024

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd

Svarthöfði skrifar: Skortir heimildarmynd
EyjanFastir pennar
06.04.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Tuttugasta öldin, taka tvö

Sigmundur Ernir skrifar: Tuttugasta öldin, taka tvö
EyjanFastir pennar
06.04.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Veröld sem var

Óttar Guðmundsson skrifar: Veröld sem var
EyjanFastir pennar
28.03.2024

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fjörutíu og tvö prósent

Þorsteinn Pálsson skrifar: Fjörutíu og tvö prósent
EyjanFastir pennar
24.03.2024

Björn Jón skrifar: Verðleikar og andverðleikar 

Björn Jón skrifar: Verðleikar og andverðleikar