fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

„Ber vott um annað hvort mikinn valdhroka eða botnlausa heimsku“

Eyjan
Miðvikudaginn 5. júlí 2023 09:00

Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri fylgiskönnun Gallup sem birt var í gær kom í ljós að fylgi ríkisstjórnarinnar er komið niður í 35 prósent og hefur aldrei verið lægra. Allir stjórnarflokkarnir tapa fylgi og hafa samtals misst 14 þingmenn yfir til stjórnarandstöðuflokanna.

Staða Vinstri Grænna er sérstaklega erfið en flokkurinn er með aðeins 6,2 prósent fylgi og hefur meðal annars misst Miðflokkinn talsvert fram úr sér en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og hans fólk státa af 7,8 prósent fylgi.

Ólafur Arnarson gerir fylgishrunið ríkistjórnarinnar að umtalsefni sínu í pistli á Hringbraut og þá sérstaklega viðbrögð Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra.

„Þegar ríkismiðillinn RÚV spyr Katrínu Jakobsdóttur um þessa niðurstöðu þá svarar hún því til að hún hafi litlar áhyggjur af þeim takmarkaða stuðning sem stjórnin nýtur og telur stjórn sína standa sterkum fótum. Þetta ber vott um annað hvort mikinn valdhroka eða botnlausa heimsku. Víst er að þetta ber ekki vott um að ráðherrann lesi af skynsemi í aðstæður,“ skrifar Ólafur og undrast langlundargeð Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins yfir stöðu mála.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást