fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Þorsteinn segir fjármálaráðherra á flótta undan veruleikanum

Eyjan
Fimmtudaginn 22. júní 2023 17:00

Þorsteinn Pálsson segir stjórnarsamstarfið ekki byggja á málamiðlunum heldur gagnkvæmu neitunarvaldi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa undanfarin 10 ár borið ábyrgð á málefnum innflytjenda og í byrjun vikunnar tók sá sjöundi við. Því skýtur það skökku við þegar fjármálaráðherra, formaður flokksins, reynir að kenna minnihlutanum á Alþingi um að við Íslendingar skulum hafa algjörlega misst tökin á þessum málum.

Þorsteinn Pálsson setur fram alvarlega gagnrýni á Sjálfstæðisflokkinn í vikulegum pistli sínum á Eyjunni, Af kögunarhóli, í dag.

Hann segir stærsta flokkinn í þremur ríkisstjórnum og með ábyrgð á innflytjendamálum allan tímann vissulega mega nota stór orð um lausatök. Hitt lýsi veruleikaflótta að skrifa þau á minnihlutann á Alþingi.

Þorsteinn dregur fram að Jón Gunnarsson, fráfarandi dómsmálaráðherra, segir skýrum orðum að vandi Sjálfstæðisflokksins sé samstarfið við VG. Auk útlendingamála og lögreglumála sé um vandamál að ræða í öryggis- og orkumálum.

Hann rifjar einnig upp orð Guðmundar Inga Guðbrandssonar, varaformanns VG, á síðasta ári um að hlutverk VG í ríkisstjórn væri ekki síst fólgið í því að stöðva hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins.

Af þessu megi sjá að stjórnarsamstarfið byggist ekki á málamiðlunum heldur gagnkvæmu neitunarvaldi.

Þorsteinn bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi valið VG sem besta kostinn til samstarfs eftir síðustu kosningar, ólíkt því sem var eftir kosningarnar 2017 þegar útilokað var að mynda stjórn nema með VG. Síðast hafi sjálfstæðismenn kosið að starfa áfram með VG þrátt fyrir að hægt hefði verið að mynda annars konar ríkisstjórn sem staðið hefði nær grundvallarhugmyndum þeirra í ríkisfjármálum, öryggis- og varnarmálum, orkumálum og útlendingamálum.

Þetta segir Þorsteinn vera pólitíska tilveruklípu sem þingflokkur sjálfstæðismanna sé í þegar hann mætir fólkinu í landinu. Tilraun fjármálaráðherra til að þvo hendur sínar af vandræðum í útlendingamálum beini sjálfkrafa sjónum manna að sömu afleiðingum stjórnarsamstarfsins á mörgum öðrum sviðum þótt ætlunin sé að draga athyglina frá þeim ógöngum.

Pistil Þorsteins í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi