fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Eyjan

Leitar til lögmanns vegna „ófyrirgefanlegrar“ ákvörðunar Svandísar og telur ríkisstjórnina sprungna

Eyjan
Þriðjudaginn 20. júní 2023 13:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, segir ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um að stöðva tímabundið veiðar á langreyðum, ófyrirgefanlega og ætlar hann að fela lögmanni Verkalýðsfélags Akraness að kanna lögmæti ákvörðunarinnar.

Vilhjálmur gerir grein fyrir afstöðu sinni á Facebook.

„Mitt mat er að þessi afturköllun á veiðum og vinnslu hvalaafurða við Íslandsstrendur sé ófyrirgefanleg enda er verið að svipta 120 félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness góðum tekjumöguleikum vegna þeirrar vertíðar sem átti að hefjast á morgun.

Rétt er að geta þess að meðallaun félagsmanna VLFA síðustu vertíð námu tæpum 2 milljónum á mánuði og á því sést að skaði minna félagsmanna er gríðarlegur.“

Segist Vilhjálmur nú þegar hafa haft samband við lögmann félagsins til að skoða réttarstöðu félagsmanna gagnvart þeim tekjumissi sem þeir munu nú verða fyrir vegna „þessarar glórulausu ákvörðunar“.

Ríkisstjórnin sprungin ef Svandís hafði ekki blessun hinna

Dæmi séu þess að fólk taki sér frí úr annarri vinnu til að fara á hvalvertíð til að eiga möguleika á góðum tekjum og telur Vilhjálmur ljóst að stjórnvöld verði nú skaðabótaskyld vegna tekjumissis starfsmanna Hvals. Eins séu dæmi þess að háskólanemar nýti þetta færi til að afla sér tekna og geti þannig sleppt því að taka námslán.

„Þessi ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur er lýðskrum sem bitnar illilega á okkur Akurnesingum og nærsveitunum. Nægir að nefna í því samhengi umtalsverðar útsvarstekjur svo ekki sé talað um öll afleiddu störfin sem munu tapast vegna þessa og það á jafnt við um verslun, þjónustu, flutninga og svo framvegis.“

Telur hann ljóst að stjórnarsamstarf ríkisstjórnaflokkanna geti ekki haldið áfram þegar fólk gangi fram eins og Svandís hafi gert í máli þessu. Kalla þurfi minnst eftir því hvort þetta hafi verið gert með samþykki annarra í ríkisstórninni, þá einkum Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, en Svandís hefur sagt að hún hafi tekið þessa ákvörðun upp á sitt einsdæmi.

„Ef svo er ekki þá er ekkert annað að gera í mínum huga nema að slíta þessu samstarfi.“

Hafa beri í huga að nýting á hvalaafurðum byggi á útgefnum leyfum frá Hafrannsóknarstofnun og sé það dapurlegt ef Íslendingar megi ekki nýta sínar eigin sjávarauðlindir út frá veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar.

„Ég spyr mig hvar þessi vitleysa mun enda og það er mikilvægt að hún verði stöðvuð í fæðingu.“

Akurnesingar hafi gengið í gegnum miklar hremmingar í atvinnumálum síðustu ár, hvað varði veiði og vinnslu sjávarafurða. Ekki sé langt síðan allar aflaheimildir hafi verið fluttar úr sveitarfélaginu og fiskvinnslufólk skilið eftir án afkomu.

„Og á þeim tíma gerðu stjórnvöld ekkert í því og ég ætla að vina að það sama verði ekki uppi á teningnum nú. Það er hlutverk stéttarfélagsins að verja lífsafkomu og atvinnuöryggi sinna félagsmanna og það er það sem ég er að gera núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Pipar\TBWA kaupir hlut í norsk-breska fyrirtækinu Aida Social

Pipar\TBWA kaupir hlut í norsk-breska fyrirtækinu Aida Social
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“

Stjórnarandstaðan pirruð yfir að fá að halda málþófinu áfram fram á nótt – „Hvaða leikrit er í gangi?“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu

„Hinn gullni tími“ – Trump missir sig í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“

Bergþór bergmálar málflutning SFS um ofurlaun í fiskvinnslu – „Þetta eru bara orðin hálauna- og, að miklu leyti, kvennastörf“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennaárinu er fagnað – í kvíða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi

Diljá Mist Einarsdóttir: Verðum að ávarpa þá tilfinningu þjóðarinnar að ekki sé eðlileg skipting ágóðans af sjávarútvegi