fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Kallar eftir því að Ásgeir Jónsson verði látinn víkja – segir hann hafa fyrirgert trausti með því að vitna í tveggja manna samtal

Eyjan
Mánudaginn 12. júní 2023 18:00

Ólafur Arnarson vill Ásgeir Jónsson burt úr Seðlabankanum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýjum dagfarapistli á Hringbraut gagnrýnir Ólafur Arnarson hagfræðingur Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóra, harðlega fyrir að vitna í tveggja manna samtal og slúðra um nafngreint fólk og segir ófært að hann gegni áfram embætti.

Ólafur skrifar að þótt gott sé að seðlabankastjóri sé best klæddi maðurinn í húsinu dugi það ekki til eitt sér. Gerð sé krafa um að fólk í svona háum stöðum temji sér viðeigandi framkomu og sýni fólki ekki vanvirðingu og hroka.

Ólafur bendir á að í kjölfar þess að seðlabankastjóri vitnaði í trúnaðarsamtal við ríkissáttasemjara hafi komið fram kröfur um að hann verði beinlínis „borinn út úr Seðlabankanum með svipuðum hætti og vinstri stjórn Jóhönnu gerði við Davíð Oddsson vorið 2009.“

Hann rekur að gerðar hafi verið breytingar á lögum um Seðlabankann til að tryggja að einungis fólk með menntun og viðeigandi reynslu gegni embætti seðlabankastjóra en ekki notaður sem hvíldarinnlögn fyrir uppgjafa stjórnmálamenn til að bæta eftirlaun þeirra.

Mikilvægt sé fyrir seðlabankastjóra að njóta trausts og trúnaðar meðal annars stjórnmálamanna og aðila vinnumarkaðarins. Slíku trausti hafi Ágeir nú fyrirgert.

Ólafur fullyrðir að hvorki Jóhannes Nordal né Már Guðmundsson hefðu leyft sér að vitna í tveggja manna trúnaðarsamtal og slúðrað opinberlega um nafngreint fólk eins og Ásgeir gerði í viðtali við Morgunblaðið í síðustu viku.

Ólafur klikkir út með því að segja að kraftar Ásgeirs Jónssonar hljóti að nýtast betur á öðrum vettvangi. Úr Seðlabankanum verði hann að hverfa.

Dagfara má lesa í heild hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist