Logi Geirsson, fyrrum handboltakappi, hefur sett blæjubíl sinn, Porsche Boxter, á sölu. Ásett verð er 3,5 milljón króna, en Logi er til í að skoða skipti á skemmtilegu dóti allt að ein milljón króna, eins og jeppa, jetski, mótorhjóli eða báti.
„Til sölu gullmoli Porsche Boxter blæjubíll. 986 2.7 litra vél sem skilar 220 hestöflum. Tiptronic skipting í stýrinu. 2000 módel
Coataður og mappaður, flottari ljós og 911 felgur aukalega og orginal dekkin. Kraftpúst. Keyrður ca 160 þús km
Ný blæja en þarf líklega að skipta um mótor í blæjunni, hefur verið léleg.
Stendur inni í bílskúr nýbónaður og bíður eftir nýjum eiganda sem þarf að laga spegil sem brotnaði af, gæti græjað það fyrir sölu. Mjög vel með farið eintak.
Geggjað að rúnta á þessum í sumar.
Ásett verð 3.5
Skoða skipti á skemmtilegu dóti upp að 1.000.000. Jeppa, Jetski, mótiorhjól, bát.“
Logi auglýsir bílinn í Facebook-hópnum Brask og brall.is og birtir með nokkrar myndir af gullmolanum.