fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Staðfest að Modestas sé hinn látni

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 6. júní 2023 17:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Vesturlandi hefur staðfest að maðurinn sem fannst látinn í fjörunni við Straumeyri rétt við Borgarnes þann 13. apríl var Modestas Antanavicius. Modestas hafði verið saknað síðan í byrjun árs en umfangsmikil leit hófst í kjölfarið.

Sjá einnig: Lík fannst í fjöru skammt frá Borgarnesi

Ekki er talið að andlát Modestas hafi borið að með saknæmum hætti.

Lögreglan á Vesturlandi naut aðstoðar kennslanefndar ríkislögreglustjóra, tæknideildar lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu og réttarmeinadeildar við rannsókn málsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt