fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Jóhann Páll skrifar: Fólkið í landinu sér í gegnum spunaleiki

Eyjan
Þriðjudaginn 6. júní 2023 14:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fréttatilkynningu sem ríkisstjórnin sendi frá sér í gær og yfirlýsingu forsætisráðherra  er trommað upp með að nú ætli ríkisstjórnin loksins að ráðast í raunverulegar aðhaldsaðgerðir til að slá á verðbólgu. Af kynningunni mátti ráða að boðaðar væru 36,2 milljarða viðbótaraðgerðir á tekju- og gjaldahlið ríkissjóðs árið 2024 og fréttaflutningur gærdagsins markaðist af þessum skilningi, að ríkisstjórnin væri loksins vöknuð af þyrnirósarsvefni.

Nú hefur fjárlaganefnd Alþingis fengið staðfest af hálfu fjármála- og efnahagsráðuneytisins að í raun og veru var ekkert viðbótaraðhald kynnt í gær. Aðhaldsráðstafanirnar höfðu þegar verið kynntar í fjármálaáætlun fyrr í vor, og í samræmi við þetta hefur meirihlutinn í fjárlaganefnd lagt til að fjármálaáætlun verði samþykkt óbreytt. Allt tal um nýjar og afgerandi aðhaldsráðstafanir til að sporna gegn verðbólgu var blekking, og reyndar hafði stór hluti aðgerðanna líka verið kynntar í fjármálaáætluninni í fyrra og voru þannig kynntar í þriðja sinn í gær. Aðhaldsaðgerðirnar hafa hingað til ekki dugað til að slá á verðbólguvæntingar og munu ekki duga þótt þær séu nú kynntar í þriðja sinn.

Ég er ekki viss um að fólkið í landinu hafi endalausa þolinmæði fyrir spunaleikjum og almannatengslabrellum af þessu tagi; hvernig ríkisstjórnin kynnir sífellt gamlar aðgerðir sem nýjar, heldur sama blaðamannafundinn aftur og aftur og felur sig á bak við starfshópa þegar kallað er eftir afgerandi stuðningsaðgerðum fyrir fólkið í landinu. Það eru heldur ekki heiðarleg stjórnmál að skapa falskar væntingar hjá fólki með uppblásnum fyrirsögnum sem reynist svo engin innistæða fyrir. Það grefur undan trausti til stjórnmálanna og er lítilsvirðing við fólkið í landinu á erfiðum tímum.

Góðu fréttir gærdagsins eru þær að ríkisstjórninni hefur snúist hugur varðandi uppbyggingu almennra íbúða og brugðist við gagnrýni Samfylkingarinnar, verkalýðshreyfingarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga á vanfjármögnun rammasamningsins um húsnæðismál. Þegar við kölluðum eftir þessu á Alþingi í vetur sögðu ráðherrar ríkisstjórnarinnar aftur og aftur að það væri ekki hægt að byggja meira, en nú segist ríkisstjórnin stefna að uppbyggingu 1000 leiguíbúða á ári eins og við jafnaðarmenn lögðum til í þingsályktunartillögu á síðasta löggjafarþingi.

Það er skammt eftir af þinginu og mikilvægt að nota tímann vel. Við í Samfylkingu leggjum áherslu á að þrjú verkefni verði kláruð fyrir þinglok. Í fyrsta lagi að heimili með þunga greiðslubyrði fái greiddan sérstakan vaxtabótaauka í sumar, í öðru lagi að lögfest verði leigubremsa til að verja fólk á leigumarkaði fyrir snjóhengju leiguverðs og í þriðja lagi að veitt verði sérstök virðisaukaskattsívilnun til uppbyggingar á almennum íbúðum. Þetta er hægt að gera strax og þetta eru aðgerðir sem skipta raunverulegu máli á tímum mikillar verðbólgu og vaxtahækkana. Nú ætti ríkisstjórnin að hvíla sig á spunaleikjunum og koma með okkur í þessi verkefni.

Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í fjárlaganefnd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki