fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Eyjan

SORPA staðfestir að drykkjarfernur séu brenndar og biðst afsökunar

Eyjan
Þriðjudaginn 6. júní 2023 14:47

Höfuðstöðvar Sorpu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

SORPA hefur sent frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla þar sem að beðist er afsökunar á því að fyrirtækið hafi ekki miðlað með skýrari hætti hver afdrif drykkjarferna sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu flokka eru.

Tilkynningin er send í framhaldi af umfjöllun Heimildarinnar í síðustu viku þar sem greint var frá því að þrátt fyrir þau tilmæli til neytenda að hreinsa fernurnar og setja þær í endurvinnslutunnur þá væru fernurnar sendar úr landi og brenndar.

Í umfjölluninni reyndist erfitt að fá skýr svör frá SORPU og öðrum hagsmunaðilum varðandi afdrif fernanna en í tilkynningunni nú fyrir stundu er staðfest að umfjöllun Heimildarinnar sé sannleikanum samkvæmt.

Í ljósi þess að drykkjarfernur eru samsettar umbúðir þá rýri það endurvinnslumöguleika þess pappírs s sem er flokkaður með þeim í endurvinnsluferlið og því mikilvægt að ná þeim úr pappírsstraumnum. Kemur fram í tilkynningunni að til að stemma stigu við þessu muni drykkjarfernurnar nú verða flokkaðar frá pappírnum hjá Stena Recycling, móttökuaðila SORPU í Svíþjóð, og mun kostnaður við það nema 75 milljónum króna á ári.

Neytendur eigi því áfram að flokka drykkjarfernur í pappírstunnurnar.

 

Hér má lesa fréttatilkynningu Sorpu í heild sinni:

Í nýlegri umfjöllun fjölmiðla kom fram að fernur sem flokkaðar hafa verið með pappír séu ekki endurunnar heldur endurnýttar í orkuvinnslu. Þetta er rétt og hefur SORPA fengið það staðfest hjá fyrirtækinu Smurfit Kappa í Hollandi, endurvinnsluaðila sínum á pappír. Þrátt fyrir þetta nær SORPA um 92% árangri í endurvinnslu á pappír.

Smurfit Kappa, sem hefur tekið við pappír frá SORPU frá miðju síðasta ári, nær engum árangri í endurvinnslu á þeim fernum sem SORPA hefur sent til endurvinnslu. Þær fara því allar í endurnýtingarfarveg, það er í brennslu til orkuframleiðslu. Samkvæmt upplýsingum frá Smurfit Kappa kemur fram að fernur rýri endurvinnslumöguleika þess pappírs sem er flokkaður með þeim í endurvinnsluferlið og því mikilvægt að ná þeim úr pappírsstraumnum.

SORPA biðst afsökunar á sínum þætti í að hafa ekki miðlað með skýrari hætti hver afdrif drykkjarferna sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu flokka eru.

Stjórn SORPU hefur falið framkvæmdastjóra að gera þær breytingar sem þörf er á til að bæta úr þessu og senda pappírinn fyrst í flokkun hjá Stena Recycling, móttökuaðila SORPU í Svíþjóð á endurvinnsluefnum, þannig að Tetra Pak umbúðir verði flokkaðar frá öðrum pappír og pappa frá SORPU og þeim komið í betri farveg en nú er. Gert er ráð fyrir að kostnaður við þetta verði um 75 milljónir króna á ári.

Leiðbeiningar SORPU til íbúa á höfuðborgarsvæðinu um flokkun á fernum eru því þær sömu og þær hafa verið hingað til: að flokka fernur með öðrum pappír. Ef ekki verða þær urðaðar á urðunarstað SORPU í Álfsnesi.

Endurvinnsla eða endurnýting?

Ljóst er að mörg þeirra hugtaka sem eru notuð í tengslum við úrgangsmeðhöndlun eru keimlík, til dæmis hugtökin endurvinnsla og endurnýting. Endurvinnsla, sem hefur gegnum tíðina verið almennt hugtak fyrir aðra úrgangsmeðhöndlun en urðun, felur til dæmis í sér að hráefni er notað í sama tilgangi og upphaflega í stað nýs hráefnis – eins og þegar áldós er endurunnin í nýja áldós. Endurnýting er hins vegar þegar hráefni kemur í stað annars hráefnis, til dæmis þegar umbúðir eru brenndar til að framleiða orku í stað þess að brenna kolum eða olíu.

SORPA hvetur framleiðendur til að taka til skoðunar val sitt á umbúðum með það að markmiði að forðast samsettar umbúðir, sem erfitt er að endurvinna og jafnframt endurskoða upplýsingar á vörum sínum um endurvinnslumöguleika til að tryggja að þar komi fram réttar upplýsingar um endurvinnslumöguleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna