fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Eyjan

Fer hörðum orðum um bæjarstýru Kópavogs og segir upplýsingar um mengun í Kópavoglæknum hafa legið fyrir lengi

Eyjan
Þriðjudaginn 6. júní 2023 13:00

Mynd: Kopavogur.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bergljót Kristinsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, fer hörðum orðum um stjórnsýslu bæjarstjórnarmeirihlutans í Kópavogi og vinnubrögð bæjarstýrunnar, Ásdísar Kristjánsdóttir, í grein sem birtist í Kópavogspóstinum.

Ásdís bæjarstýra er úr Sjálfstæðisflokknum sem er í meirihlutasamstarfi í bænum við Framsóknarflokkinn. Bergljót segir að bæjarstjórn vinni ekki sem ein heild heldur komi Ásdís fram með fullmótaðar tillögur sem hún keyri í gegn. Málin séu illa unnin:

„Hugmyndir hafa ekki verið lagðar fyrir þá hagaðila sem best þekkja til og þá aðila sem breytingar munu hafa áhrif á, heldur koma beint frá bæjarstýru eða aðkeyptum álitsgjöfum sem eru misgóðir. Þetta vinnulag er ávísun á óróa og óánægju ekki bara meðal starfsmanna heldur líka í bæjarstjórn,“ skrifar Bergljót og fullyrðar að ólga sé í bæjarstjórn og meðal starfsmanna bæjarins.

Bergljót tiltekur nokkur mál sem séu í vondum farvegi vegna meintra ófaglegra vinnubragða bæjarstýru og bæjarstjórnarmeirihlutans. Meðal annars hafi legið fyrir skýrsla í hálft ár um mengun í Kópavogslæknum en ekkert hafi verið aðhafst þar til málið varð að fjölmiðlafári:

„Eftir að nefndarkona Samfylkingarinnar hafði í þrígang beðið um að skýrsla Umhverfisstofnunar um mengun í Kópavogslæk yrði sett á dagskrá umhverfis- og samgöngunefndar gafst hún upp skrifaði grein um málið til þess að vara bæjarbúa við og vonandi að koma í veg fyrir að börn og dýr sem gjarnan vilja sulla í læknum yrðu mögulega fyrir eitrunaráhrifum. Þrátt fyrir að skýrslan lægi fyrir í hálft ár og bæjaryfirvöld væru upplýst í desember s.l. þá var ekkert aðhafst. Nú bíð ég þess að fá minnisblað á næsta fundi bæjarráðs um næstu skref. Það þurfti fjölmiðlafár til.“

Bergljót segir að sami skortur á fagmennsku hafi einkennt meðferð bæjarstjórnar á ýmsum öðrum málum, meðal annars varðandi Ungmennahúsið Molann, breytingar á menningarhúsum og samræmda móttöku flóttafólks. Tillögur bæjarstýru séu lagðar fram fullmótaðar og fari í gegn án eðlilegrar umfjöllunar fagaðila og bæjarfulltrúa.

Greinina má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Össur segir elda loga í Sjálfstæðisflokknum – „Hvenær sýður upp úr?“

Össur segir elda loga í Sjálfstæðisflokknum – „Hvenær sýður upp úr?“