fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Eyjan

Ólafur Ragnar skipaður í ráðgjafarnefnd Loftslagsþings Sameinuðu þjóðanna

Eyjan
Mánudaginn 5. júní 2023 13:50

Ólafur Ragnar Grímsson tekur sæti í ráðgjafarnefnd Loftslagsþingsins ásamt m.a. fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands og fyrrum orkuráðherra Bandaríkjanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle og fyrrum forseti Íslands, hefur verið skipaður í alþjóðlega ráðgjafarnefnd Loftslagsþings Sameinuðu þjóðanna, COP28, sem haldið verður í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í lok þessa árs.

Ráðgjafarnefndinni er ætlað að fjalla um áherslur og samningsmarkmið Loftslagsþingins, nýjungar og sérstök verkefni sem stuðlað geta að lausn loftslagsvandans.

Í ráðgjafarnefndinni eiga sæti forystumenn, sérfræðingar og áhrifafólk frá helstu heimsálfum. Meðal þeirra eru Laurent Fabius, fyrrum forsætisráðherra Frakklands og forseti hins árangursríka Loftslagsþings í París, Ernst Moniz, fyrrum orkuráðherra Bandaríkjanna, Mukesh Ambani, helsti viðskiptajöfur Indlands, Hindou Ibrahim, forystukona ungra frumbyggja í Afríku og Izabella Teixeira, fyrrum umhverfisráðherra Brasilíu.

Forseti Loftslagsþingsins, Dr Sultan Al Jaber, skipaði ráðgjafarnefndina en hann var m.a. stofnaðili Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle.

Ráðgjafarnefndin hefur þegar haldið nokkra fundi og mun taka virkan þátt í undirbúningi Loftslagsþingsins sem sett verður á Heimssýningarsvæði Sameinuðu arabísku furstadæmanna 30. nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gallupkönnun: Yfirgnæfandi meirihluti vill rannsóknarnefnd á störf sérstaks saksóknara í hrunmálum

Gallupkönnun: Yfirgnæfandi meirihluti vill rannsóknarnefnd á störf sérstaks saksóknara í hrunmálum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framhaldsskólar: Guðmundur Ingi heimsótti FAS – hefur nú heimsótt alla framhaldsskóla

Framhaldsskólar: Guðmundur Ingi heimsótti FAS – hefur nú heimsótt alla framhaldsskóla
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Guðni Ómarsson: Ísland mjög vel sett miðað við önnur lönd

Jón Guðni Ómarsson: Ísland mjög vel sett miðað við önnur lönd
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Að hika er að tapa

Svarthöfði skrifar: Að hika er að tapa