fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Eyjan

Enn stafar mikil hætta af öfgahægrimönnum í Bandaríkjunum – Beina sjónum sínum á nýjar slóðir

Eyjan
Fimmtudaginn 1. júní 2023 08:00

Félagar í Proud Boys í mótmælagöngu í New York í nóvember 2021. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískir öfgahægrimenn eru ekki horfnir af sjónarsviðinu og ef yfirvöld takast ekki á við þá ógn sem af þeim stafar, munu þeir geta valdið miklum vandræðum í framtíðinni.

Þetta eru skilaboðin frá fjölda sérfræðinga í málefnum öfgamanna í kjölfar dóms yfir fjórum af leiðtogum öfgahægrihreyfingarinnar Proud Boys. Þeir voru fundnir sekir um að hafa staðið á bak við árásina á þinghúsið í Washington þann 6. janúar 2021.

Málareksturinn krafðist mikils af ákæruvaldinu og mikill pólitískur metnaður var lagður í málið og að fá mennina sakfellda. Merrick Garland, dómsmálaráðherra, sagði eftir dómsuppkvaðninguna að dómurinn markaði tímamót í baráttunni við hópa ofbeldishneigðra öfgahægrimanna en dómurinn er víðs fjarri því að vera ávísun á að búið sé að ráða niðurlögum þessara hópa.

Þetta hefur Jótlandspósturinn eftir Jon Lewis, hjá George Washington University í Washington, sem er einn helsti sérfræðingurinn í málefnum Proud Boys. Hann sagði engan vafa leika á að dómurinn yfir fjórmenningunum sé þungt högg fyrir samtökin en ef kafað sé dýpra ofan í það sem er í gangi sjáist vel að samtökin séu enn mjög virk en starfi núna meira staðbundið.

Enrique Tarrio, leiðtogi samtakanna, hefur sagt Proud Boys vera samtök fyrir „vestrænar karlrembur“. Sérfræðingar segja að samtökin, eins og svo mörg önnur bandarísk samtök öfgamanna, trúi á yfirburði hvítra yfir aðra kynþætti.

Fram að árásinni á þinghúsið snerist starf Proud Boys mjög um Donald Trump og forsetakosningarnar 2020. En nú hafa samtökin beint sjónum sínum annað. Lewis sagði að það sé eðlileg afleiðing þess að leiðtogar samtakanna hafi verið í haldi og þurft að verjast fyrir dómi.

Félagsmenn mættu til dæmis nýlega í mótmæli í Maryland sem beindust gegn dragsýningu. Þar beindu þeir sjónum sínum að LGBTQ-aðgerðasinnum. Umræðan um málefni LGBTQ-fólks er einmitt mjög heit í Bandaríkjunum þessa dagana.

Lewis benti á að samtökin taki oft þátt í staðbundnum pólitískum uppákomum þar sem þau beiti ofbeldi og hótunum gegn þeim hópum sem þeim líki ekki við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB

Thomas Möller skrifar: Ísland á heima í ESB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“

Stálin mættust stinn í gær – „Niðurstaðan af hvoru tveggja er að borgin er stjórnlaus“