fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Eyjan

Svar: Fimm konur í framkvæmdastjórn

Eyjan
Miðvikudaginn 31. maí 2023 12:18

Frá vinstri: Kolbrún Víðisdóttir, Maggý Möller, Erla Kr. Bergmann, Linda Wessman og Anna Lilja Sigurðardóttir. Sitjandi er Rúnar Sigurðsson. Myndina tók Elín Björg Guðmundsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæknifyrirtækið Svar, sem sérhæfir sig í samhæfðum rekstrarlausnum og hefur það að markmiði að gefa smáum sem stórum fyrirtækjum tækifæri til nútíma tæknilausna, er með framkvæmdastjórn skipaða sex einstaklingum. Af þeim eru fimm konur og eini karlmaðurinn er framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Rúnar Sigurðsson, sem jafnframt er einn af eigendum þess.

„Það var nú engin sérstöku ákvörðun tekin um að raða svona inn í framkvæmdastjórnina. Það helgast hreinlega af því að áhugi kvenna á tæknimálum er alltaf að aukast og svo margar frambærilegar konur eru innan þessa geira í dag. Við höfum einfaldlega verið mjög heppin að því leytinu til að margar þessara kvenna hafa áhuga á að vinna með okkur og þar sem við höfum þörf fyrir öflugt fagfólk hefur þetta verið raunin. Með þessu er ég alls ekki að segja að karlmenn séu einhverju minna frambærilegir en konur, hvorki í tæknigeiranum eða annars staðar, en þessar tilteknu konur hafa hentað betur í þau störf sem þær eru í hjá okkur í dag,“ segir Rúnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Svar.

Framkvæmdastjórn fyrirtækisins er skipuð Rúnari sjálfum, Kolbrúnu Víðisdóttur fjármálastjóra, Maggý Möller verkefna- og vörustjóra, Lindu Wessman sölustjóra, Erlu Kr. Bergmann hópstjóra hugbúnaðar- og tæknideildar og Önnu Lilju Sigurðardóttur hópstjóra bókhaldsdeildar.

Svar vinnur með fjölda lausna og leggur mikið úr því að þær lausnir séu aðlagaðar að nýjum tímum, en þróunin hefur verið sú síðustu ár að skýjalausnir hafa tekið við af innandyra hýstum lausnum. Meðal lausna sem Svar vinnur með eru bókhaldsfyrirtækið Uniconta, verkskráningarferlið Intempus, Zoho CRM lausnir og nútímasímkerfið Teams.

„Það er okkar hlutverk að auðvelda viðskiptavinum okkar lífið og við erum alltaf á tánum, bæði þegar kemur að því þjónusta þá og eins til að leita að nýjum lausnum, til að bæta við flóru nútímans. Það þýðir ekkert að horfa til baka og festast í því sem virkaði einu sinni þegar kemur að tækni, því hún þróast svo hratt og hættir því aldrei. Við eigum því mikið inni og mikið eftir,“ segir Rúnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Atli Þór ráðinn til Pírata

Atli Þór ráðinn til Pírata
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?