fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Pressan

Ofursólarblossar gætu hafa kveikt lífið á jörðinni

Pressan
Sunnudaginn 28. maí 2023 07:30

Sólin okkar er okkur mjög mikilvæg og tryggir okkur meðal annars D-vítamín. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugsanlega voru það gríðarlegir sólstormar og sólblossar frá ungri sólinni sem færðu jörðinni þau efni sem þurfti til að líf gæti myndast.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar að sögn Live Science. Fram kemur að með því að skjóta ögnum, sem eru í sólvindi, á blöndu gastegunda, sem eru í andrúmslofti jarðarinnar, hafi vísindamönnum tekist að mynda töluvert magn amínósýra og korboxylsýru en þetta eru nauðsynlegir hornsteinar prótína og alls lífræns efnis.

Rannsóknin var birt í vísindaritinu Life í apríl. Vísindamennirnir notuðu öreindahraðal til að komast að því að geislar frá ofurblossum sólarinnar gætu hafa fært jörðinni þau efni sem þurfti til að líf gæti myndast.

Kensei Kobayashi, prófessor í efnafræði við Yokohama National háskólann í Japan og aðalhöfundur rannsóknarinnar, sagði í tilkynningu að flestir vísindamenn forðist geimgeisla því það þurfi sérhæfðan búnað, eins og öreindahraðal, til þeirra rannsókna. Hann hafi verið svo heppinn að hafa aðgang að nokkrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skipstjórinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi eftir harmleikinn

Skipstjórinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi eftir harmleikinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd
Pressan
Fyrir 5 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum