fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Enska úrvalsdeildin: Manchester City er Englandsmeistari eftir óvænt tap Arsenal

Victor Pálsson
Laugardaginn 20. maí 2023 18:31

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nottingham Forest 1 – 0 Arsenal
1-0 Taiwo Awoniyi(’19)

Manchester City er Englandsmeistari árið 2023 eftir úrslit dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Man City á eftir að spila sinn leik um þessa helgi en liðið spilar við Chelsea á morgun en þarf ekki á stigum að halda í þeirri viðureign.

Ástæðan er sú að Arsenal tapaði gegn Nottingham Forest á útivelli í lokaleik dagsins sem þýðir að þeir bláklæddu eru með fjögurra stiga forskot er Arsenal á aðeins einn leik inni.

Arsenal getur mest komist í 84 stig á meðan Man City er með 85 stig fyrir leikinn á morgun og er titillinn því tryggður.

Man City á góðan möguleika á að ná í þrennuna á tímabilinu en liðið á eftir úrslitaleik í bikar sem og í Meistaradeildinni.

Í leik dagsins skoraði Taiwo Awoniyi eina markið sem tryggði Forest sigur á 19. mínútu. Liðið er nú öruggt með sæti sitt í efstu deild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga