Nottingham Forest 1 – 0 Arsenal
1-0 Taiwo Awoniyi(’19)
Manchester City er Englandsmeistari árið 2023 eftir úrslit dagsins í ensku úrvalsdeildinni.
Man City á eftir að spila sinn leik um þessa helgi en liðið spilar við Chelsea á morgun en þarf ekki á stigum að halda í þeirri viðureign.
Ástæðan er sú að Arsenal tapaði gegn Nottingham Forest á útivelli í lokaleik dagsins sem þýðir að þeir bláklæddu eru með fjögurra stiga forskot er Arsenal á aðeins einn leik inni.
Arsenal getur mest komist í 84 stig á meðan Man City er með 85 stig fyrir leikinn á morgun og er titillinn því tryggður.
Man City á góðan möguleika á að ná í þrennuna á tímabilinu en liðið á eftir úrslitaleik í bikar sem og í Meistaradeildinni.
Í leik dagsins skoraði Taiwo Awoniyi eina markið sem tryggði Forest sigur á 19. mínútu. Liðið er nú öruggt með sæti sitt í efstu deild.