Kristín Sif Björgvinsdóttir, útvarpskona á K100 og Stefán Jakobsson tónlistarmaður fóru óhefðbundna leið þegar kom að því að útbúa boðskort fyrir brúðkaup þeirra.
Stóri dagurinn er laugardagurinn 23. september og verður brúðkaupið haldið í Mývatnssveit þar sem Stefán býr. Athafnarstjóri verður Bergsveinn Arilíusson, Beggi í Sóldögg.
Meðan mörg pör þrefa um hvort kortið eiga að vera á hvítum pappír eða kríthvítum pappír fékk parið vin sinn, ljósmyndarann Mumma Lú, til að mynda þau og Puhadesign sá um að hanna kortið.
„Boðskortið í brúðkaupið okkar er ekki alveg eins og þau eru flest… okkur fannst þetta skemmtilegt. Mummi Lú tók myndirnar og Puha design setti þetta svona skemmtilega saman fyrir okkur. Við erum heldur betur sátt.“
View this post on Instagram