fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Fjögur ensk lið sem Mane gæti farið til í sumar

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. maí 2023 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ljóst að Sadio Mane á ekki framtíðina fyrir sér í treyju Bayern Munchen.

Kappinn var keyptur þangað frá Liverpool síðasta sumar. Langaði hann í nýja áskorun eftir frábær ár í Bítlaborginni.

Það hefur hins vegar lítið gengið upp hjá honum í Bæjaralandi. Þá hafa einnig verið vandræði utan vallar, en hann slóst við Leroy Sane inni í klefa eftir tap gegn Manchester City.

Hinn 31 árs gamli Mane er því líklega á förum frá Bayern strax í sumar þrátt fyrir að eiga þrjú ár eftir af samningi sínum.

Breska götublaðið The Sun segir að fjögur lið í ensku úrvalsdeildinni gæti boðið Mane upp á endurkomu þangað.

Eitt þeirra er Liverpool. Þar þekkir kantmaðurinn vel til og margir stuðningsmenn væru til í að fá hann til baka.

Þá nefnir blaðið Arsenal einnig til sögunnar. Liðið mun gera aðra tilraun til að hampa Englandsmeistaratitlinum eftir að hafa tapað baráttunni um hann gegn Manchester City ár.

Hið nýríka félag Newcastle er þá á leið í Meistaradeild Evrópu og er talið að Mane gæti farið þangað. Hann er heldur betur með reynslu úr keppninni og vann hana 2019.

Loks er Chelsea á blaði. Félagið þarf að styrkja sig í sumar eftir afar erfitt tímabil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

2. deild: Tvö lið með fullt hús – Grótta í vandræðum

2. deild: Tvö lið með fullt hús – Grótta í vandræðum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Staðfestir áhuga á leikmanni Barcelona sem verður þó áfram

Staðfestir áhuga á leikmanni Barcelona sem verður þó áfram
433Sport
Í gær

Þetta sé eina áhyggjuefnið fyrir sumarið hjá Stelpunum okkar

Þetta sé eina áhyggjuefnið fyrir sumarið hjá Stelpunum okkar
433Sport
Í gær

100 prósent líkur á að hann spili í Bandaríkjunum – ,,Sagði við pabba að það væri efst á listanum“

100 prósent líkur á að hann spili í Bandaríkjunum – ,,Sagði við pabba að það væri efst á listanum“
433Sport
Í gær

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Í gær

Liverpool í þriðja sæti yfir líklegustu liðin – Sjáðu topp tíu listann

Liverpool í þriðja sæti yfir líklegustu liðin – Sjáðu topp tíu listann