fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Hversu há geta fjöll orðið hér á jörðinni?

Pressan
Laugardaginn 20. maí 2023 07:30

Everestfjall.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir sextíu milljónum ára rákust Evrasíuflekinn og Indlandsflekinn saman og úr varð mikill fjallgarður, Himalaya þar sem Everest fjallið trónir hæst allra fjalla hér á jörðinni.

Everest er 8,8 km á hæð en næst hæsta fjallið er K2 sem er 8,6 km á hæð. En gætu þessi fjöll orðið hærri? Eða gæti eitthvað fjall orðið hærra hér á jörðinni?

Fjallað var um þetta á vef Live Science nýlega og haft eftir Gene Humphreys, jarðeðlisfræðingi við University of Oregon, að fræðilega séð geti fjöll orðið töluvert hærri en Everest. En til þess að það geti gerst þarf að yfirstíga ákveðnar hindranir.

Þeirra á meðal er aðdráttarafl jarðarinnar. Steinhrúga sem verður að fjalli hægir á sér í vextinum og flest út á endanum, svona eins og brauðdeig felst hægt út þegar það er sett á borðið.

Aðrir þættir, til dæmis eyðing, koma í veg fyrir að fjöll verði of há. Til dæmis eru jöklar mjög góðir í að sverfa af fjöllum.

Humphreys sagði að þrátt fyrir þetta geti fjöll orðið hærri en Everest, hugsanlega allt að 10,2 km á hæð en þá þurfi aðstæðurnar að vera hárréttar.  Í fyrsta lagi þurfi það að myndast í eldgosi en ekki við árekstur jarðfleka. Þannig myndaðist hæsta fjall sólkerfisins, Olympus Mons á Mars, sem er 25 km á hæð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ætla að leggja 1.200 störf niður hjá CIA

Ætla að leggja 1.200 störf niður hjá CIA
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf