fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Pressan

Maria tók símann sinn með í bað – Það varð henni að bana

Pressan
Þriðjudaginn 16. maí 2023 22:00

Maria. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það reyndist örlagarík ákvörðun hjá hinni 16 ára Maria Antonietta Cutillo, sem bjó í Montefalcione í Avelliono á Ítalíu, að taka farsímann sinn með sér í bað. Hún sat í baðkarinu og talaði við vinkonu sína þegar hún missti símann.

Síminn var tengdur við rafmagn þegar þetta gerðist og því barst rafstraumur um vatnið og varð henni að bana.

Daily Mail segir að þessi hörmulegi atburður hafi átt sér stað þegar foreldrar hennar voru að heiman.

Það var vinkona hennar, sem var að tala við hana þegar slysið varð, sem hringdi í neyðarlínuna og tilkynnti að eitthvað mikið væri líklega að. Maria var úrskurðuð látin þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang.

Lögreglan vinnur nú að rannsókn málsins og bíður niðurstöðu krufningar.

Þetta var ekki í fyrsta sinn sem slys af þessu tagi átti sér stað. Til dæmis missti 15 ára stúlka símann sinn, sem var í hleðslu, í baðkar á heimili sínu í Frakklandi árið 2020.

Það sama gerðist í Amsterdam 2019 þegar 13 ára stúlka missti símann sinn ofan í baðkarið. Sem betur fer var snarráð móðir hennar heima og heyrði hana öskra. Hún náði hún stúlkunni upp úr og hringdi í neyðarlínuna.  Viðbragðsaðilum tókst að endurlífga hana og var hún útskrifuð af sjúkrahúsi eftir tvo daga. Hún varð fyrir minnistapi og mundi ekki eftir að hafa farið í bað og hvað þá að hafa misst símann ofan í baðkarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur féll í yfirlið í beinni útsendingu og fólk er brjálað yfir viðbrögðum fréttamannsins

Áhrifavaldur féll í yfirlið í beinni útsendingu og fólk er brjálað yfir viðbrögðum fréttamannsins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona komast Kínverjar fram hjá tollum Trump

Svona komast Kínverjar fram hjá tollum Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að heimsbyggðin þurfi að búa sig undir sláandi upplýsingar í máli Madeleine

Segir að heimsbyggðin þurfi að búa sig undir sláandi upplýsingar í máli Madeleine
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvítur reykur rís úr Sixtínsku kapellunni – Nýr páfi hefur verið valinn

Hvítur reykur rís úr Sixtínsku kapellunni – Nýr páfi hefur verið valinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims

Tvöfalt líf lyfjafræðingsins: Afhjúpa manninn á bak við eina alræmdustu vefsíðu heims
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn

Hann var myrtur árið 2021: Á mánudag ávarpaði hann morðingja sinn