fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Fleiri bætast við sem mögulegir arftakar Halldórs Benjamíns

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 12. apríl 2023 18:40

Halldór Benjamín Þorbergsson Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Benjamín Þorbergssons framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði starfi sínu lausu í lok mars og réð sig í starf forstjóra fasteignafélagsins Regins hf. 

Margir velta því nú fyrir sér hver mun taka við stól Halldórs hjá SA. Í frétt DV í gær voru Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Anna Hrefna Ingimundardóttir, starfandi aðstoðarframkvæmdastjóri SA og Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri fiskeldisfyrirtækisins Laxa nefnd. 

Sjá einnig: Þessi eru nefnd til sögunnar sem eftirmenn Halldórs Benjamíns hjá Samtökum atvinnulífsins

Hringbraut bætir í dag fleiri nöfnum í hattinn sem koma til greina sem arftaki Halldórs. Samkvæmt heimildum Hringbrautar horfa sterkir aðilar innan SA til Jóns Ólafs Halldórssonar, fyrrverandi forstjóra Olís og núverandi formanns Samtaka verslunar og þjónustu. Ingólfur Bender, hagfræðingur og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, þykja jafnframt góðir eftirmenn Halldórs. 

Ólafur Stephensen, Jón Ólafur Halldórsson og Ingólfur Bender.

Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, sagði í samtali við Hringbraut í gær að samtökin myndu taka sér tíma og vanda valið á næsta framkvæmdastjóra. Rétti karlinn eða konan yrði fyrir valinu, ekkert liggi á þar sem Halldór Benjamín sé ekki á förum fyrr en í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið