fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Pressan

Ríkissjóður fékk skyndilega 950 milljarða í skatt frá látnum og óþekktum aðila

Pressan
Föstudaginn 31. mars 2023 04:14

Nú verða lánþegarnir að borga lánin sín.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Venjulega er fylgst vel með ofurríka fólkinu og má þar nefna að Bloomberg og Forbes birta daglegar stöðufærslur um ríkasta fólk heims á hinum ýmsum „milljarðamæringalistum“.

En svo virðist sem einn af ríkustu mönnum heims hafi látist án þess að nokkur hafi veitt því athygli, nema bandarísk skattyfirvöld.

Eftir því sem Quarts segir þá birti bandaríska fjármálaráðuneytið, US Treasury, lista yfir fjárstreymi ríkisins þann 27. febrúar eins og það gerir daglega. En ein færsla vakti sérstaka athygli þennan dag því hún var upp á 7 milljarða dollara.

Þessi greiðsla var undir skattaflokknum „eigna- og erfðaskattar“.

Þetta er hæsta greiðslan í þessum flokki síðan 2005.

Persónuverndarreglur koma í veg fyrir að skattyfirvöld geti birt frekari upplýsingar um frá hverjum þessi greiðsla kom.

Miðað við að 7 milljarðar dollara, það svarar til rúmlega 950 milljarða íslenskra króna, hafi verið greiddar í erfðaskatt þá þýðir að eignir viðkomandi voru að minnsta kosti 35 milljarðar dollara og er það varfærið mat að sögn Quartz.

Ef stuðst er við varfærnasta matið þá dugir það eitt og sér til að koma viðkomandi á lista yfir 50 ríkustu einstaklinga heims.

„Þetta er annað hvort mjög ríkur einstaklingur sem Forbes hefur yfirsést eða greiðsla, sem hefur dregist, frá milljarðamæringi sem lést fyrir mörgum árum,“ sagði Gabrial Zucman, hagfræðingur við University of Berkeley, í samtali við Quartz.

Listi Forbes yfir milljarðamæringa, sem létust á síðasta ári, nær ekki yfir neinn sem var svo auðugur að erfðaskatturinn væri svona hár.

Giskað hefur verið á að þetta hafi verið erfðaskattur eftir milljarðamæringinn Sheldon Adelson sem lést 2021. Hann var á lista Forbes yfir milljarðamæringa það árið.

Hann auðgaðist á fasteignaviðskiptum í Las Vegas og spilavítarekstri. Auður hans var metinn á 35 milljarða dollara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi

Trump útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Keypti stolna bílinn sinn fyrir mistök

Keypti stolna bílinn sinn fyrir mistök
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta

Rifja upp leikfangaeign Barron Trump eftir umdeild ummæli Bandaríkjaforseta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands