fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Úkraínumenn beita ómönnuðum neðansjávardrónum gegn Rússum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. mars 2023 06:45

Neðansjávardrónar. Mynd: Ministry of digital transformation of Ukraine

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku komu Rússar í veg fyrir árás Úkraínumanna á flotastöðina í Sevastopol með neðansjávardrónum. Þetta var örugglega ekki síðasta árásin af þessu tagi.

Úkraínumönnum hefur gengið mjög vel að valda Rússum tjóni með ómönnuðum fljúgandi drónum. En þeir leggja ekki allt undir á fljúgandi dróna því neðansjávardrónar eru einnig inni í myndinni hjá þeim.

Í síðustu viku notuðu þeir þrjá slíka dróna til að reyna að valda tjóni á Svartahafsflota Rússa í Sevastopol á Krím. Rússum tókst að verjast árásinni en þetta var örugglega ekki í síðasta sinn sem þeir þurftu að verjast árás af þessu tagi því Úkraínumenn virðast vera að koma sér upp stórum flota af drónum af þessu tagi.

Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðingur hjá danska varnarmálaskólanum og sjóliðsforingi, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að drónum af þessu tagi sé stýrt í gegnum Internetið og það sé hægt að fylla þá af eldsneyti. Hann sagðist telja að markmiðið með notkun dróna af þessu tagi sé að hæfa og sökkva rússneskum herskipum en þeir séu ekki orðnir nógu góðir til þess að það gangi upp. Þeir hafi því takmarkað gildi fyrir gang stríðsins enn sem komið er en margt bendi til að Úkraínumenn vinni að þróun þeirra.

Breska varnarmálaráðuneytið segir að þrátt fyrir að Úkraínumönnum hafi ekki tekist að valda Rússum tjóni í síðustu viku þá stafi Rússum ógn af úkraínskum drónum og að úkraínski herinn muni mjög líklega gera nýjar drónaárásir á rússneska flotann í Svartahafi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Í gær

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Í gær

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos