fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Vilja að lykilvitni í morðmáli njóti nafnleyndar

Pressan
Þriðjudaginn 28. mars 2023 07:00

Louise Borglit.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun maí hefjast réttarhöld í Glostrup í  Danmörku í einu umtalaðasta morðmáli síðari ára. Þrítugur maður mun þá sitja á sakamannabekknum en hann er ákærður fyrir að hafa myrt Louise Borglit árið 2016. Hún var langt gengin með barn sitt þegar ráðist var á hana í almenningsgarði og hún stungin 11 sinnum. Barn hennar lést einnig.

Rannsókn lögreglunnar miðaði lítið framan en öllum á óvörtum tilkynnti hún á síðasta ári að hún hefði haft uppi á meintum morðingja Louise.

Það var gert með því að starfsmanni dönsku leyniþjónustunnar var komið fyrir í Enner Mark fangelsinu. Hann var sagður vera að afplána dóm. Markmiðið með dvöl hans þar var vingast við manninn sem er ákærður fyrir morðið. Hann var þá að afplána dóm fyrir morðtilraun.

Hann náði að vinna sér trúnað hans og á endanum trúði hinn ákærði leyniþjónustumanninum fyrir að hann hefði stungið Louise til bana.

Saksóknarinn í málinu hefur lagt fram kröfu um að leyniþjónustumaðurinn komi fyrir dóm sem lögreglumaður 488A og þurfi ekki að veita frekari upplýsingar um hver hann er. Rökin fyrir þessu er að leyniþjónustan, sem aðstoðaði lögregluna við rannsókn málsins, telur brýnt að halda því leyndu hver maðurinn er öryggis hans vegna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?