fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fókus

„Hljómsveitin er í raun saumaklúbbur sem vatt upp á sig“

Fókus
Föstudaginn 24. mars 2023 13:52

Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hr. Eydís er nýstofnuð hljómsveit skipuð fjórum reynsluboltum úr íslensku tónlistarlífi. Þeim Örlygi Smára, Páli Sveinssyni, Jóni Örvari Bjarnarsyni og Ríkharði Arnari.

Þema hljómsveitarinnar, eins og nafnið gefur til kynna eru 80’s lög. Á hverjum föstudegi kl. 12 birtist á YouTube-rás sveitarinnar nýtt 80’s lag sem meðlimir leika live og „með sínu nefi“.

„Hljómsveitin er í raun „saumaklúbbur“ sem vatt upp á sig“ segir Örlygur hlæjandi og bætir við: „Allt í einu eru um fimm þúsund búin að streyma upptökunum á YouTube og ekki annað hægt en að gera meiri alvöru úr þessu“.

Í framhaldinu stendur til að með sveitinni muni einvalalið gestasöngvara taka sitt „eydís-lag“ sem verður birt á YouTube-rásinni á hverjum föstudagi kl. 12.

Föstudagslagið að þessu sinni er „Mistify“ með áströlsku hljómsveitinni INXS. Lagið er af plötunni Kick sem kom út árið 1987. Forvitnileg staðreynd hins vegar er að Mistify varð vinsælt tæpum tveimur árum (1989) eftir útgáfu plötunnar og varð þannig fimmti „single“ plötunnar.

Örlygur Smári: gítar og söngur (lagahöfundur og upptökustjóri: Páll Óskar/Eurovision…. o.fl.)

Páll Sveinsson: trommur (Í svörtum fötum, Nýju fötin keisarans, Karma, Spur o.fl.)

Jón Örvar Bjarnason: Bassi og bakraddir (Spur, Land og synir, Karma o.fl.)

Ríkharður Arnar: hljómborð og bakraddir (Spur, Karma o.fl.)

Instagram: eydisband

Facebook: Hr. Eydís

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útskýrir af hverju hann ætlar að gefa nánast allan sinn auð

Útskýrir af hverju hann ætlar að gefa nánast allan sinn auð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala