fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fréttir

Gæsluvarðhald yfir manni sem skar annan mann á háls

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. mars 2023 14:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur úrskurðað erlendan mann, sem á eftir að afplána fjögurra ára fangelsisdóm í útlöndum vegna líkamsárásar og tilraunar til manndráps, í gæsluvarðhald til 12. apríl.

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst fyrir evrópsk handtökuskipun frá yfirvöldum í ótilgreindu landi þar sem óskað er eftir handtöku og afhendingu á eftirlýstum manni, en hann á eftir að sitja af sér fjögurra ára fangelsisdóm í ótilgreindu Evrópulandi.

Í kjölfar þess að handtökuskipunin barst var maðurinn handtekinn þar sem hann hélt til í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar.

Brotið sem maðurinn var sakfelldur fyrir erlendis er mjög alvarlegt. Hann skar brotaþola á háls með hnífi og hélt atlögu sinni áfram eftir að brotaþolinn féll við. Það er mat Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að mikil hætta sé á að maðurinn flýi land ef hann sæti ekki farbanni og að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna, þegar haft er í huga alvarlegt ofbeldisbrot mannsins erlendis.

Úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að maðurinn skuli sæta farbanni til 12. apríl. Héraðsdómur hefur síðan úrskurðað manninn í gæsluvarðhald til sama dags. Er meðal annars vísað til þess í rökstuðningi Landsréttar að maðurinn virðist ekki eiga nein sérstök tengsl við landið, verður ekki séð að hann eigi fjölskyldu hér, en maðurinn sótti um hæli á Íslandi í byrjun nóvember í fyrra. „Þegar litið er til þessarar afstöðu varnaraðila og takmarkaðra tengsla hans við Ísland er fallist á það með sóknaraðila að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt til að tryggja nærveru hans þar til leyst hefur verið úr kröfu […] yfirvalda um afhendingu hans. Verður krafa sóknaraðila því tekin til greina,“ segir í úrskurði Landsréttar.

Sjá nánar hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigmundur Davíð mögulega fyrsti maðurinn til að vera stunginn af moskítóflugu á Íslandi?

Sigmundur Davíð mögulega fyrsti maðurinn til að vera stunginn af moskítóflugu á Íslandi?
Fréttir
Í gær

Stefán Máni hugsi yfir hlutverki Þjóðleikhússins – „Greinilega orðin að peningasjúkum TikTok trúði sem er í samstarfi við sykurdíler“

Stefán Máni hugsi yfir hlutverki Þjóðleikhússins – „Greinilega orðin að peningasjúkum TikTok trúði sem er í samstarfi við sykurdíler“
Fréttir
Í gær

Bíræfinn þjófur rekinn úr starfi hjá Nettó

Bíræfinn þjófur rekinn úr starfi hjá Nettó
Fréttir
Í gær

Eflingarfélagar hafa áberandi lægstu tekjurnar 

Eflingarfélagar hafa áberandi lægstu tekjurnar 
Fréttir
Í gær

„Íslendingar þurfa aðeins að fara að hysja upp um sig buxurnar hvað varðar mannasiði“

„Íslendingar þurfa aðeins að fara að hysja upp um sig buxurnar hvað varðar mannasiði“
Fréttir
Í gær

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bændur mótmæla harðlega breytingum á reglum um ökuskírteini – Allir bændur þurfi að taka meirapróf

Bændur mótmæla harðlega breytingum á reglum um ökuskírteini – Allir bændur þurfi að taka meirapróf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður í Cleveland fann íslenskan miða í „nýjum“ buxum frá Amazon – Hyggst nú fá sér pizzu á Íslandi

Maður í Cleveland fann íslenskan miða í „nýjum“ buxum frá Amazon – Hyggst nú fá sér pizzu á Íslandi