fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Gæsluvarðhald yfir manni sem skar annan mann á háls

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 21. mars 2023 14:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur úrskurðað erlendan mann, sem á eftir að afplána fjögurra ára fangelsisdóm í útlöndum vegna líkamsárásar og tilraunar til manndráps, í gæsluvarðhald til 12. apríl.

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst fyrir evrópsk handtökuskipun frá yfirvöldum í ótilgreindu landi þar sem óskað er eftir handtöku og afhendingu á eftirlýstum manni, en hann á eftir að sitja af sér fjögurra ára fangelsisdóm í ótilgreindu Evrópulandi.

Í kjölfar þess að handtökuskipunin barst var maðurinn handtekinn þar sem hann hélt til í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar.

Brotið sem maðurinn var sakfelldur fyrir erlendis er mjög alvarlegt. Hann skar brotaþola á háls með hnífi og hélt atlögu sinni áfram eftir að brotaþolinn féll við. Það er mat Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að mikil hætta sé á að maðurinn flýi land ef hann sæti ekki farbanni og að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna, þegar haft er í huga alvarlegt ofbeldisbrot mannsins erlendis.

Úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að maðurinn skuli sæta farbanni til 12. apríl. Héraðsdómur hefur síðan úrskurðað manninn í gæsluvarðhald til sama dags. Er meðal annars vísað til þess í rökstuðningi Landsréttar að maðurinn virðist ekki eiga nein sérstök tengsl við landið, verður ekki séð að hann eigi fjölskyldu hér, en maðurinn sótti um hæli á Íslandi í byrjun nóvember í fyrra. „Þegar litið er til þessarar afstöðu varnaraðila og takmarkaðra tengsla hans við Ísland er fallist á það með sóknaraðila að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt til að tryggja nærveru hans þar til leyst hefur verið úr kröfu […] yfirvalda um afhendingu hans. Verður krafa sóknaraðila því tekin til greina,“ segir í úrskurði Landsréttar.

Sjá nánar hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir

Hrikaleg matareitrun á spænsku hóteli – Yfir 100 gestir fárveikir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð

Þýska ríkisstjórnin ætlar að svipta synjuðum hælisleitendum lögfræðiaðstoð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ