fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Harmleikurinn á Grundarstíg: Íbúum ber ekki saman um ónæði – „Ég bauð bara gott kvöld“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 19. mars 2023 19:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Dóttir mín var einmitt að spyrja mig um þetta, hvort ég hefði orðið vör við eitthvað, ég varð ekki vör við neitt. En ég gekk fram hjá hurðinni, þetta er á jarðhæð, Spítalastígsmegin, ég sá þá að lögregla hafði innsiglað, þannig að það leyndi sér ekki að þetta var staðurinn,“ segir kona sem býr í húsi á horni Grundarstígs og Spítalastígs, og heyrði fyrst um harmleikinn sem varð í húsinu í morgun í gegnum dóttur sína, sem hafði lesið fréttir um málið.

DV tók meðfylgjandi mynd af útidyrahurðinni og þar sést innsigli lögreglunnar greinilega.

Sjá einnig: Andlát í Þingholtunum – Tveir handteknir

Eins og komið hefur fram í fréttum í dag eru tveir í haldi lögreglu vegna mannsláts sem varð í einni íbúðinni húsinu í morgun. Er lögregla kom á staðinn voru þrír í íbúðinni, einn þeirra meðvitundarlaus. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og var maðurinn úrskurðaður látinn við komuna á sjúkrahús. RÚV greindi frá og einnig frá því að lögregla hefði komið vegna kvörtunar nágranna um hávaða og háreysti. Hafi nágrannar vaknað við öskur og dynki og haft samband við lögreglu.

Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá lögreglu eru taldar minni líkur en meiri á því að andlátið hafi borið að með saknænum hætti.

Samtals eru fimm íbúðir í húsinu, þar af tvær á jarðhæð, hvor með sínum inngangi. Fyrir ofan eru tvær hæðir og loks rishæð. Íbúi á rishæðinni sem DV ræddi einnig stuttlega við varð hvorki var við háreysti í morgun né nokkurn tíma fyrr og hefur aldrei haft neitt af íbúðum jarðhæðarinnar að segja.

Konan sem DV ræddi við býr á þriðju hæð, þ.e. ein hæð er á milli hennar og jarðhæðarinnar. Það litla sem sem hún hefur af íbúum jarðhæðarinnar að segja er gott eitt:

„Ég varð ekki vör við neitt og það býr þarna eitthvert ungt fólk, held ég, sem ég þekki hreinlega ekki neitt. Hef bara heilsað þeim. Þetta er alveg hræðilegt. Ég gekk þarna framhjá í gærkvöld og þá stóð þarna ung kona við dyrnar, Spítalastígsmegin, ég bauð bara gott kvöld og hún mér og ekkert meira um það. Ég hef alls ekki neitt orðið vör við ónæði. Það er reyndar ein hæð á milli mín og jarðhæðarinnar, en ég hef aldrei haft nokkurn hlut af þessu fólki að segja,“ segir konan og lýsir yfir mikilli hryggð yfir atburðinum. Hún telur þó illskárra ef það reynist rétt að andlát mannsins hafi ekki borið að með saknæmum hætti. „Það er skárra ef það er þannig,“ segir hún.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Í gær

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs
Fréttir
Í gær

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“