fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Fremsti kokkur heims svipti sig lífi eftir að hafa tapað milljónum í Ponzi-svindli

Eyddi fúlgum fjár í rauðvín sem hann aldrei fékk

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 8. febrúar 2016 07:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benoit Violier, einn fremsti kokkur heims, svipti sig lífi eftir að hafa lent í fjárhagskröggum sem rekja má til Ponzi-svindls. Violier, sem var 44 ára þegar hann lést, átti og rak Restaurant de l’Hotel de Ville-veitingahúsið nærri Lausanne í Sviss, en veitingahúsið hafði hlotið þrjár Michelin-stjörnur sem er fáheyrt.

Þrátt fyrir velgengnina og þá staðreynd að veitingastaðurinn hafi verið útnefndur sá besti í heimi í lok síðasta árs er talið að Violier hafi tapað miklum fjármunum áður en hann lést.

Að sögn svissneska viðskiptablaðsins Bilan hafði Violier varið umtalsverðum fjármunum til kaupa á sjaldgæfum tegundum af rauðvíni. Að sögn Bilan kostaði hver flaska á bilinu 2,5 til 5 milljónir króna og voru þær seldar til nokkurra af bestu veitingastaða heims. En flöskurnar skiluðu sér aldrei og sátu veitingahúsaeigendur eftir með sárt ennið.

Fullyrt hefur verið að fyrirtæki að nafni Private Finance Partners, svissneskt fyrirtæki með höfuðstöðvar í Sion, hafi staðið að baki Ponzi-svindlinu. Að því er Bilan greinir frá var sama flaskan stundum seld til þriggja eða fjögurra veitingahúsa.

Violier og veitingahús hans er talið hafa tapað allt að 150 milljónum króna á svindlinu, en umrætt fyrirtæki, Private Finance Partners, var úrskurðað gjaldþrota þann 30. nóvember síðastliðinn.

Violier var virtur kokkur, en hann var lagður til hinstu hvílu á laugardaginn í heimalandi sínu, Frakklandi. Sem fyrr segir var veitingahús hans valið það besta í heimi af France’s La Liste-tímaritinu, en þúsund veitingastaðir um allan heim voru tilnefndir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Bragi: Þjóðverjarnir á Keflavíkurflugvelli steinhissa – „That can‘t be right“

Bragi: Þjóðverjarnir á Keflavíkurflugvelli steinhissa – „That can‘t be right“
Fréttir
Í gær

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 

Theodór: Átakanlegt að horfa á lítil börn fá kíghósta – „Eiginlega bara hósta þangað til þau blána og missa meðvitund“ 
Fréttir
Í gær

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Í gær

Palestínufáninn bannaður – „Þá slökkvum við á Eurovision“

Palestínufáninn bannaður – „Þá slökkvum við á Eurovision“
Fréttir
Í gær

Tvær milljónir króna í reiðufé gerðar upptækar – Voru í fórum manns sem finnst ekki

Tvær milljónir króna í reiðufé gerðar upptækar – Voru í fórum manns sem finnst ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp

Sérfræðingur segir Donald Trump sýna merki um elliglöp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við